Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 16

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 16
258. FREYJA VII. 10. streymdi inn um, svo bjart var í herberginu. Imelda færöi stól aö glugganum og settist gengt honum, og enn þá var þögn, því bœöi sátu í þönkum og horfðu út um gluggann. ,,Imelda!“ sagði hann « lágt og blítt. Imelda kipptist við, henni fannst rafurmagnstraumur fara gegnum hverja sína taug. ,,Imelda, elskan mín. Það er svo sárt að sjá þig fara, þegar ekkert fullvissar oss um endurfundi, “ ‘ bætti hann við og horfði blítt í augu hennar og nœsta augnablik vafði hann hana að brjóst sínu og þrýsti heitum kossi á varir henn- ar. ,,En Margrét, “ varð Imeldu að orði og lá þung ásökun í þessu eina orði, er hann svaraði engu, en þrýsti henni einungis fastara að sér, hélt hún áfram, og skalf rödd hennar þá af geðshræringu: ,,Og M^rgrét treystir þér!“ ,,Því ekki það, eða á ég það ekki skilið? Margrét veit að ég .elska hana fram yfir alla aðra og með það er hún ánægð. Hún myndi ekki elska mig vitund meir þó hún vissi hjarta mitt lokað fyrir þér ogöllum öðrum. Og Imelda mín, það er kœrleikans helga boðorð, að vér elskum alla menn. Er þá synd að framfylgja því í verkinu? Nei, Margrét er of stór oggöfug sál, til að.misskiljatilfinn- ingar mínar gagnvart þér, eða tæmist ástaruppretta móðirinnar svo til fyrsta barnsins, að hún hafi ekkert eftir handa þeim sem seinna koma? Nei, því meira sem hún á til að elska, því óuppausanlegri er sú uppspretta. Ekkert er hreinna og göfugra en það hjarta, sem elskar mest og áskilur sér rétt til að blessa sem flesta með ást sinni. Astin er líf og ljós mannlegrar tilveru, hví fjötra hana þá og hindra? Hún, eins og aðrir eiginleikar mannsins, þroskast og styrkist því meira, sem meira er á henni tekið og meiri kröfur til hennar gerðar. Hrein ást er óeigingjörn og ber æfinlega velferð sinna fyrir brjóstinu. Hún áekkert skilt við neitt óhreint eða glæpsamlegt, hún gœti aldrei notið á kostnað þess er hún elskar. Þess vegna er hún háleit oggöf- ug, ogáhrif hennar bœtandi og blessandi fyrir mannkynið. “ Hér þagnaði Wilbur, hann hafði nú opnað henni hjarta sitt. * Fyrirárisíðan hefði hana hryllt við þessu tali, þá hefði hún álitið slíkt tal íhœsta máta glœpsamlegt. Nú hlustaði hún hálf óttaslegin en þó heilluð. Margrét var efst í huga hennar, til sektar gat hún þó ekki u fundið, í þess stað fvlltist hjarta hennar óumræðilegri, indælli ró. (Framh.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.