Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 7

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 7
V ii io. FREVJA 249. mæfiur vissra manna í hverri herdeild senda þeim ritgjörðir til aö styrkja þá og kenna þeim skoðanir flokkanna. Hafa margir her- menn verið ^kotnir fyrir að lesa slíkar ræður. Allra handa meðul haia notuð verið til að koma bókmenntum þessara flokka í hendur hermannanna, og hefir nú í seinni tíð meira oiðið ágengt í sjó- bernum en landhernum. Osvoboshdenie flokkurinn prentar í biaöi smu málsóknir allar og hegningar á hendur hermönnum þeim, sem uppvísir verða að þeim voða glœp, að lesa ritgjörðir byltinga- manna.og er frásögnin æfinlega jjörð sem átakanlegust. Þessi út- gáfa er vitanlega í forboði stjórnarinnar, en hefir engu að síður mikla útbreiðslu. Ekkert hefir orðið byltingamönnum að eins miklu liöi eins og það,að þeim hefir tekist að ná nokkrum hluta lögreglu- liðsins á sitt vald, því með þeirra aðstoð geta þeir sent starfsmenn sína um þvert og endilangt Rússaveldi, auk þess sem þeir eru þeim að óútsegjanlega miklu liði á ýmsan annan hátt. Á útjöðrum rík- isins er félagsskapur þessi búinn að ná sér svo vel niðri, að hann getur farið ferða sinna og ráðið ráðum sínum eftir eigin geðþótta, með tiltölulega lítilli hœttu. Eitt af stór atriðum byltingamanna er að koma vopnum til alþýðunnar og gengur það furðu fljótt. Skammbyssur eru að mestu leyti valdar og eru þær fluttar inn í landið í stór slumpum, auk þess eru þær drjúgum keyptar heima á Rússlandi, með tilstilli herforingja við herinn, sem hlynntir eru byltingamönr>um,og stund- um keyptir af öðrum,sem láta sig jafn litlu skifta um stjórnarsinna og andstæðinga hennar. Yfir höfuð veitist byltingamönnum mjög létt að útvega nauðsynleg hergögn. Skaðlegust af öllum vopnum uppreistarmanna eru Bresent sprengikúlurnar (Bresent bombs) en þeim hefir verið utbýtt í þús- undatali um meiri hluta Rússaveldis. Hve mikið hver sprengi- kúla fær áorkað þegar sá tími kemur að til þeirra verður tekið, leiðir tíminn í ljós. En margir menn á Rússlandi hafa nú verið til dauða dæmdir af byltinga mönnum, og eru þessir meðal inna fyrstu: Pobiedonostzeff umsjónarmaður hinnar ,,heilögu Synodu, “ Trepoff, Grand Duke Sergius, Gesse og keisarinn sjálfur. Engan af þessum mönnum vildi ég taka í lífsábyrgð upp á 99ýá eftir að uppreistin hefst.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.