Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 14

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 14
256. FREYJA VII. 10. ur haft góSan tíma fyrir þaö—málað, sungiS og yfir höfuS þroskaS þessa yfir náttúrlega stóru sál þína. O, segSu nú já, “ bœtti hún viS og vafSi báSum höndum um háls hennar og kyssti hanaogbað, þangað til Imelda mátti til aS lofa. ,,Ó, þú ert svo góS, “ sagði Alice þá glöð eins og barn. Eg býst viS aS dvelja hér viku, gætir þú ekki veriö til á þeim tima?“ Og er Imelda hélt það, vildi hún helzt að Imelda flytti til sín und- ir eins. En Imelda tók nú aö hugsa alvarlega til vinanna.sem hún hlaut að kveðja, og sú tilhugsun gaf henni marga og sára styngi í hjartaö. Hún sagði því Alice að hún væri bezt komin heima hjá sér þessa daga,því hún þvrfti ýmislegt að gjöra,og sérstaklega eyða eins mörgum stundum og hún gœti hjá þessum vinum, sem hún )tSí innan skamms að kveðja. Þetta kvöld leiö furðu fljótt, og þegar Imelda morguninn eftir sagði Margrétu hvar komið væri, fylltust augu hennar tárum og titringur varanna sagöi frá innri bar- áttu, en hún kyrkti grátinn í kverkum sér og sagöi hálf brosandi. ,,Mér þykir vænt um. Þú átt betra skiliö en eyöa æfi þinni bakvið búðarborSiS og ég myndi fastlega ráöa þér til að taka boöi þessu, ef þú þyrftir nokkurra ráðlegginga meö. En nú verSur þú aö vera hjá okkur mömmu í kvöld, og eins mikið og þér er framast unnt þartil þú ferð. Það má þó ekki minna vera, “ sagöi Margrét. Imelda hefði ekki getað neitað þessu boöi þó hún hefði viljaS, en svo haföi hún enga löngun til þess. Henni fannst hjarta sitt fyll- ast einhverjum óútsegjanlegum tómleik og auðn,þegar húnhugsaSi til þess hve fljótt hirti ætti aö skylja viS þessa vinstúlku sína, og alla og allt, sem vinátta hennar hafði flutt henni. XIV. KAPITULI. Þetta kvöld vai svo Imelda hjá vinum sínum. Wilbur var sagt frá burtför hennar, og leit hann þá rannsóknar augum á Im- eldu og hélt sig sjá þar hulda sorg. Þau Margrét og Wilbur héldu uppi skemmtunum en Imelda var venju fremur hæglát. ,,Eru framtíðardraumar þínir ekki bjartir Imelda mín, “ sagöi frú Leland og strauk hendinni móðurlegayfir dökka háriö hennar. ,,Reyndu aö láta ekki skugga hins umliðna fylgja þér inn f komandi tíS,og vertu hughraust, þá mun framtíöin geyma þér þaö hnoss,’sem vert er aö bíöa eftir, “ bætti hún viö.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.