Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 21

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 21
VII- io. FREVJA 263. regnhlíf, en hún haföi æfinlega blóm í sólskins kappanum sínum. Hún var æfinlega brosandi, hann œfinlega þungur á svip. Þegar hann kom út, kom œfinlega regn eöa snjór, þegar hún kom út, var œfinlega sólskin og gott veður, og þá mátti ég eiga víst aö hers- höföinginn minn kœmi. Einu sinni kom ég hlaupandi inn til ömmu og sagði: ,,Hefir litla konan komið út í dag, amma?“ og ég staröi á litla rauða hús- ið á hillunni yfir arninum. Amma prjónaði prjóninn án þess að svara.svo ég sagði: ,,Eru þau skild, amma?“ ,,Af hverju spyröu að því, barn?“ ,,Af því að ef þau eru skild ættu þau að skammast sín!“ „Skammast sín fyrir hvað?“ sagði amma. ,, Fyrir hvernig þau haga sér. Þau líta ekki hvort við öðru, og af tvennu illu, held ég að hann sé verri. Hann flýtir sér inn og skellir hurðinni eias og hann sé hræddur um að hún kunni að á- varpa sig. “ ,,Ó, einmitt það. Já, þau hafa víst hagað sér þannig í fjöru- tíu ár, “ sagði amma og horfði upp yfir gleraugun sín. ,,Hvers vegna skyldi hann hafa ömun áhenni, líklega af því að hún hefir blóm í kappanum sínum en hann ekki. Nei amma, sjáðu hvað hún kemur út svo undur hægt, nú œtlar hún að ná honum, sjáðu, sjáðu! Ó, þarna fór hann þá inn og sagði ekki orb við hana. “ ,,Nú fáum við gott veður, Rhoda. “ ,,Og,hershöfðinginn minn kemur út, amma mfn, “ sagði ég. , ,Eg á hann, “ sagöi Dick. ,,Ó, nei. Eg á hann, “ sagði Beatrice litla og stappaði niður fœtinum. ,,Ó, nei. Ég á hann ein. Er ekki satt, amma?“ sagði ég. Amma svaraði engu, en ég var svo viss í minni sök að þess gjörðist enginn þörf. .Það var líka æfinlega ég sem hann talaöi viö þegar hann kom að hliðinu, það var líka v.on, því ég var á lík- ara reki við hann en þau—börnin. Hann klappaði rétt á kollana á þeim í gegnum póstagirðinguna. , ,Þú ert sjálf barn, “ sagði Dick og sló mér utan undir, þegar ég minntist á þetta. En það gjörði ekkert til. Ég átti hann fyr- ir það. (Frh.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.