Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 11
VII. 10.
FHEVJA
253'
ekki undanþegin. Marga haröa orustu háöi Imelda viö sjálfa sig
áöur henni tækist að útrýma til fulls hinum fornu hleypidómum.
En smám saman birti þó, svo inar dularfuliu gátur lífsinsurðu auö-
ráönar. Betur og betur skildi hún þessa nýju lífsskoöun, og í gegn-
um hana tilgang lífsins og áöur en hana sjálfa varöi, var hún orðin
talsmaöur hennar, reiðubúin aö berjast fyrir hana, og það sem
meira var, aö lifa samkvæmt henni.
Meðan þessu fór fram,skeði suint af þeim atburðum, sem þegar
hefir verið frá sagt. Foreldrar hennar dóu, svstkini hennar voru
sum dáin, sum týnd út í heiininn, og vorkenndi hún þeim nú meira
en hún ásakaöi þau. Þaö voru ávextir hinna nýju lífsskoðana. O hvaö
hana iangaði nú til að finna þau ef ske mœtti aö henni tækist að ná
þeim til baka. En hún frétti ekkert til þeirra og æfi hennar hefði
verið næsta einmunaleg, heföi Margrét þá ekki reynst henni eins og
elskuleg s)'stir. Margrét var heldur ekki eini vinurinn sem hún eign-
aðist í félagsskap þeim er hún tíöast sótti um þessar mundir, því
þar átti hún nú marga einlœga vini og meðal þeirra helztu og beztu
var Roland, sem var henni heilráður og hluttekningasamur éins og
góöur faðir. Þá var og Wilbur, sem vissi gegnum ástmey sína um
lífsreynzlu hennar og sorgir, ekki svo blindur í sinni eigin ástasælu,
aö hjartahans gœti ekki hrœrst til meðaumkunar meö þessum sorg-
mœdda einstœöing, né heldur skammaðist hann sín fyrir að láta
henni meðlýðun sína í ljósi. Hann langaði til að vefja þetta sorga
barn að bjósti sínu og hugga það þar, eins og móðir huggar barnið
sitt. Margrét sá og skildi, en það vakti henni engan ótta. Hún var
ekki hrœdd um að tapa neinu við það og vinátta þeirra styrktist
dag frá degi. Imeldu aftur á móti lœrðist aö unna Wilbur, eins og
ástríkum bróður og hjartkærum vin.
Þannig stóðu sakir, þegar Margrét tilkynnti vinstúlku sinni þá
fyrirœtlun sína, að gjörast leikona. Hún vissi sig hafa hœfileika í
þá átt, og þar eð hún yrðiað vinna sér brauð og enginn af vinum
sínum letti sig, áliti hún réttara að velja þá köllun sem sérværi-geð-
felld, en haida áfram þeirri vinnu, er sér væri í alia staði ógeðfelld.
Þessi ráðabrevtni Margrétar hafði það í för með sér, að þau Imelda
og Wilbur urðu nú oft aö vera án hennar, því hún varði nú mest-
um hluta frítíma síns til náms og annars undirbúnings undir -þá
köllun er hún hafði valið sér. En fundir þeirra án hennar pllu