Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 18

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 18
RÚSSNESKI NJÓSNARINN. Sönn saga úr Manchuria striðinu sögð af japónskum herforingja. Þegar vér sátu-m að kvöldverði að kvöldi hins 29. sept 1904 í nafnlausu smá þorpi rétt norður af Entai kolanámunum, gekk kínverskur bóndi fram hjá okkur. Eins og fuglarnir fiugu þ4 til heimkynna sinna, þannig gekk bóndi þessi heim til sín. I annari hendi hélt hann á orfi, sem vitnaði þegjandi um starf hans, og kvöldsólin gyllti börðin á kínversku húfunni hans. Hann gekk svo hratt aö kalla mætfi að hann hlypi við fót. Einn af undir- mönnum vorum tók eftir honum og kallaði til hans, og bað hann að gefa sér bolla af vatni, og rétti um leið að honum skál. Kín- inn stanzaði augnablik, án þess að hreyfa sig eöa beilsa á annan hátt, og hélt svo áfram. Aðvitað þurfti hermaður vor ekki hjálp- ar hans, en þessi drembilega framkoma Kínans pg þögnin ha.fþi víst slœm áhrif á hann. Vjð vorum óvanir þess konar kompli- mentum, og höfðum um lengi búið að vopnum vorum og hörðum kosti, svo skap vort var eins hvasst og eggjar vorar, svo einn af félögum vorum, sein.las fyrirlitninguna í þögn Kínans þar sem hann sneri við oss bakinu, glöggar en vér hinir, hljóp á eftir Kín- anum, og náði honum bráðlega, og sló af honum húfuna. En hversu brá oss ekki er vir sáum, að ekkert var kínverkst við manninn nema búningurinn, frammi fyrir oss stóð mannvðenlegur rússneskur hermaður í kínverskum bónda búningi. Sex af félögum vorum stukku þegar á hann og innan stundar var hann handsamaður. Eftirfylgjandi er saga hans eins og pann sjálfur sagði hana: September 14. samkvæmt rússnesku tímatali—þ. e. 27. : dag hins 9. tungls eftir voru tímatali var herdeild sú sem hann til- heyrði stödd 10 verts norðvestur frá Entai. Þó herdeildin vœri mjög illa stödd og hefði misst marga menn var foringinn ekki von- laus heldur vonaði enn þá að vinna sigur þeim mun frægari, sem hann yrði harðsóttari. Nú vildi hann komast að afstöðu vorri og fyrirætlun,en til þess var einungis einn vegur, og það var að senda njósnara. Hann óskaði eftirað sá eða þeir sem vildu takast þessa ferð á hendur, gœfu sig fram, og þessi maður varð fyrstur. Hann skildi vel hættuna, en það afcraði honurn ekki frá að fara. Hann tók þess vegna upp kínverskan bœnda búning og gekk af stað til herbúða vorra, gegnum þœr og varð þó til þess að fara fram hjá mörgum aðgætnum varðmönnum, sem sýndi dirfsku hans og snar- rœði. Fram og aftur fór hann gegnum herdeildir vorar eins og saklaust barn, og hafði tekið vel eftir öllu. Þegar hann fór fram

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.