Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 10

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 10
FREYJA VII. io. skynsetnin sigraði efasemdir hennar og sameiginlega reyndu þau a5 gjöra sér grein fyrir ástandinu og komu sér saman um aö giftast ekki og þar við sat. Hún gat ekki fengiö sig til að taka saman viö hann, ekki af því aö hún vantreysti honum, heldur af því, að hana skorti enn þá hugrekki til að brjóta svo í bága viö almenningsálitið, og hann var of drenglyndur til aö ætlast til þess af henni, svo þau biðu bœði þolinmóðlega í von um að atvikin greiddu fram úr vand- ræðum þeirra. Margrét hafði séð nægilega mikið af mislukkuðu hjónabandi til að skilja tilgang unnustans, sem ekki vildi hœtta sér eða henni út á þau óvissu höf. Hún hafði nægilega oft séð undir þau helgidóms fortjöld,sem svo oft hylja ina virkilegu,og þess vegna átakanlegustu sorgarleika.sem leiknir eru æfina út á ótal heimilum. Hún leit til Imeldu og spurði hvort hún skyIdi nú, það sem hún hefði sagt við hana í lystigarðinum forðum. ,,Eg skil nú eins og þá, að það var byggt á góðum rökum, þó ég geti ekki séð, hverju á þá að treysta í þeim efnum. “ Margrét hristi þegjandi höfuðið. ,,Það er of flókin gáta til þess að hún verði ráðin á stuttum tíma,“ sagði Wilbur stillilega. ,,Menn hafa glímt við hana í mörg ár án þess að ráða hana. En mín skoðun er, að konan verði sjálf að skilja gildi sitt, og þegar svo er komið, muni henni brátt auðnast að láta aðra skilja það og þá er gátan ráðin. En látum alvörumálin nú eiga sig og snúum oss að hinu hversdagslega og tölum um eitthvað auðveldara, svo sem veðrið t. d. Er það ekki elskulegt núna?“ Stúlkurnar litu hver framan f aðra og lá við að skellihlægja. Það var í sjálfu sér ekkert á móti því að tala um veðrið, nema hvað það virtist hjákátlegt upp úr þessum alvarlegu hugleiðingum. En er þeim varð litið framan í félaga þeirra og hvað hann var þungbúinn, stilltu þær sig og bráðum voru þau farin að tala um veðrið, leik- húsið o.frv. og litlu seinna skildu þau heima hjá Imeldu með þeirri ósk að hittast bráðlega aftur. Þau hittust líka sunnudag eftir sunnudag í fundarsalnum, þar sem Imelda fyrst kynntist Wilbur og hinum litla mannvinahóp. Eitt mannfélags spursmálið eftir annað var þar rœtt af lærðum og ólœrðum mönnum. Félagsfrœði, siðfræði, trúfrœði, hagfræði og stjórnfræði voru þar rannsökuð og raunprófuð og vísindin sjálf, voru

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.