Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 5

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 5
VII IO. FRE\ JA 247. hinir reyndari leiðandi menn byltingafélaganna hafa dœmt þung- lega. Verkfallið undir forustu Gapons kom byltingamönnum mjög á óvart. Þaö kom alls ekki saman við þeirra fyrrirœtlanir, og var því á undan tímanum. Þegar þaö kom í ljós hve stórkostleg á- hrifin urðu hljóp Social-byltingaflokkurinn í París á síðustu mínútu undir bagga með því og hjálpaði það sem það gat, og Social-Dem- ocrata flokkurinn lét prenta heilmikið af byltinga auglýsingum og sendi út nokkra ræðumenn, en sú hjálp var litilfjörleg og hafði þvf rær engin áhrif. Þegar ég fór að kynna mér bolmagn byltingafélaganna, sem nú eru gróðursett um allt hið víðáttumikla Rússaveldi, varð ég sem þrumiostinn við að sjá, að hinn stjórnandi hli^ti þeirra saman- stendur að mestu leyti af menntuðum, ráðsettuin embœttis- og vís- índamönnum, sem alls ekkert hafa við sig eða heimili sín er bendi á þessa afstöðu þeirra. A heimilum þeirra eru engar leynidyr, engar myrkrasamkomur. Aðferð þeirra er blátt áfram—embættisfærsla af sama tagi og ráðsettir embættismenn hafa hvervetna. Þeir sjálfir voru svo lausir við allan æsing að alvaran í áformum þeirra gjörðist við það.epn þá voðalegri. Til d. mœtti benda á háskóla ffófessor einn sem ég þekkti vel. Hann átti ríkmannlegt heimili í fegúrsta hluta borgarinnar, herbergin voru stór og rúmgóð og rík- mannlega búin. I mörgum herbergjunum voru bókaskápar, sem náðu alla leið frá .lofti ofan að gólfi, fylltir bókum og blöðum með allra handa tungumálum, með allra handa skoðunum, sem vel hefði mátt gjöra- rússneska r,,Cencor“inn hjartveikann. Sjálfur var hann kurteis, fágaður og glaðlegur í viðmóti, hann talaði og 'skrifaði fimm tungumál, og í húsi hans kömú leiðtogar hinna ýmsu byltingafélaga saman. . Þessir leiðtogar voru flest allir. menata- menn af ýmsu tagi, svo sem lögfrœðingar, prófessorar, og em- bættis- eða verzlunarmenn. Arangurslaust leitaði ég meðal þeirra að mönnunum sem ganga með hattana ofan fyrir augu, hafa langt hár og klœðast síðkápubúningi þeim, er skáldsagna höfundarnir hafa skapað fvrir uppreistarmenn og föðurlandssvikara. I öllum öðrum löndum en Rússlandi, hefðu þessir menn ýmist fyllt hóp áfturhaldsmanna eðahinna ráðsettari oghœgfara frjálslyndu manna, en vœru nú rússneskir siðir og stjórnarfar tekið upp á Englandi er

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.