Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 1

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 1
( tfíUI VIII. BINDI. ÁGÚST 1905. TÖLUBLAÐ 1. Jafnréttisrúnir. Hvern ranglœtisfjötur er fornöldin batt, á framtíðin aftur að leysa, hvern veikan, er óvit og ofbeldi hratt, á ástin og vitið að reisa. Hver fornaldar glæpur, sem framinn var, til fulls skal nú strikað yfir, ’nver myrkranna búi sem miðöldin bar, skal myrðast, ef enn þá hann lifir. Hvers vald var að bæra þá bölfúsu hönd, að binda þau grimmlegu helsi? Hvers vald er að leysa þau villidóms bönd, að veita’ aftur stolið frelsi ? Sá réttur sem aflið með öxinni vann var almúgans dómþing forðum, nú er heilinn stjóri við hernað þann og hleður þar valköst með orðum.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.