Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 13

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 13
VIII. i. FREYJA 13- vinnur fyrir einum dal á dag veröur að þrælka fyrir þessu lága kaupi, aö hann og fjölskylda hans verða að fara alls góðs á mis — alls er lyftir manninum upp á sjónarhæðir hærra og göfugra lífern- is, að hinar einu skemmtanir sem hann getur veitt sér, séu oftast niöurlægjandi og siðspillandi—drykkjuknæpan með öllu því illa sem henni er samfara. Hún sýndi honum lífskjör hinnar fátœku barnamóður, sem eyðir æíi sinni í örbyrgð, vonbrvgðum og þrœl- dómi, að ástis sem tengdi hana manni hennar í byrjun lífsgöng- unnar er löngu dáin, en af samveru þeirra spretta óvelkomin börn, til orðin í brjálæði ástlausra nautna frá annari hlið, en þreklausrar mótstöðu, sem oft verður að hatri, á hina—börn sem síðar verða í svo sorglega mörgum tilfellum að glæpafólki, eða hábundnum þrælum og ambáttum auðs og valda, —auðs og valda,sem fita sig á lifandi hræjum þessara veikari meðbræðra sinna og systra. Hún sýndi honum, hvernig keðja kringumstæðanna hrekur ungar og saklausar stúlkur út í foræði ósiðferðis og lasta, hvernig konur neyðast til að selja sig hæst bjóðanda, sumar hinum og þessum fyrir stundarbið, sumar einhverjum einum œfilangt. , ,Og hvert er svo verra? Hinar ómildu, óeðlilegu þjóðfélags reglur, sem neyða konuna til að afneita kvenneðli sínu, eða lögin, sem gefa einhverjum einstakling rétt til að elta hana í gröfina eða á vitfirr- ingastofnanir með óseðjandi holdsfýsnarkröfum, sem hún verður að fullnœgja til síöasta andartaks? Sérhver kona sem vill fullnægja því náttúrulögmáli að verða móðir, verður fyrst að ofurselja sig með sál og líkama einhverjum einstakling.sem oft og einatt gjör- ir, það sem náttúran ætlaðist til að væri blessunarrík uppfylling tilveru hennar og unaðsrík nautn, að andstyggileguin og kvalafull- um skyldum—að bölvunar uppsprettu. Að elska af öliu hjarta— af líkams og sálar kröftum og gegnum þá ást að fullnægja lögmáli náttúrunnar er synd. En að líöa faðmlög einhvers þess, er lög og siðvenjur fyrirskipa, þó sá hinn sami hafi fyrir löngu síðan myrt sérhverja ástatiifinning, en á fieiri ára tímabili sáð frækornum hat- urs og fyrirlitningar, er samkvœmt þessum sömu lögum heilög dyggö. Að losna við þetta er henni ómögulegt, því eini vegurinn til þass er vegleysa.og liggur gegnum hinn svor kallaða rettarsal og hjónaskilnaðarlögin, þar sem hver einasta kvennleg tilfinning er stungin helvopnum háðs og fyrirlitningar.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.