Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 11
Vir 12. FRE\ JA II.
Imelda kyssti bréfiö og lagði það hjá liinu. Jú, henni hafði
oft dottið í hug að viðhafa þessa aðferð, en til þess hafði hún eng-
an tíma haft að þessu sökum veikinda vinkonu hennar. En nú var
tíminn til að skrifa því Alica svaf fast og rólega. Svo hún aleit
nóttunni ekki til annars betra varið. Hún tók því a.ð skrifa, og
skrifaði þar til geislar morgunsólarinnar gœgðust inn um glugg-
ann. Afrain, áfram hélt penninn á pappírnum. Loks var hið
langa bréf búið og in sorglega sagasögð öll—öll undandráttarlaust.
Skyldi hann þola mátið, skyldi hann reynast trúr?
XX. KAPITULI.
Síðustu geislar kvöldsólarinnar voru að hverfa þegar Norman
Carlton hafði lesið bréfið, sein Imelda reit honum nóttina áður.
Ilálfgerður raunablœr hvíldi á drengilega svipnum hans, þar sem
hann stóð og starði út um gluggann—út í bláinn. I annari hend-
inni hélt hann enn á þessu undra bréfi, hinni strauk hann um enn-
iö á sár af því að hann hafði óþolandi höfuðverk. Hvað var hann
að hugsa um? Sýndi raunasagan honum ekki, hve óheppilegt
væri að sameina sig raunabarni þessu—dóttur ahnúga konunnar,
hverrar systir var siðferðislega glötuð,og hverrar bróðir gæ t i jafn-
vel á því augnabliki verið oröinn glœpamaður? Ætti hann ekki í
það minnsta að leita ráða til inóður sinnar og systur, sem báðar
tilheyrðu spursinálslaust úrvali mannkynsins? Eða var hann svo
göfugur og sjálfstæður, að álit heimsins á unnustu hans og fólki
hennar hefði engi áhrif á hann? Við því var tæplega aö búast.þeg-
ar tekið er tillit til uppeldis hans og afstöðu í félagslífinu. En um
leið og hann fann til sársauka út af þessu fann hann og til þess, að
hún hefði ekki endilega þ u rf t að segja honum frá þessu. Hún
var sjálf hreinskilin og góð. Hún hefði getaö þagaö og þá hefði
hann ekkert grunað, og þessi hugsun hóf Imeldu hátt í hans aug-
um. Þess má og geta honum til verðugs lofs, að ást hans var œ
hin sama þrátt fyrir allt þetta stríð. Eða spillir það nokkuð de-
mantinum þó umgjörðin sé óekta? Nei, og Norman vissi að gim-
steinninn hans var ekta.
Hann minntist þess nú,að hún hafði neitað að giftast honum,
þegar hún þó játaði í sömu andránni að hún elskaði hann, og nú