Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 3

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 3
VIII. i FREYJA 3- Laföi Florence Douglas Dixie. lleimspekingur, rithöfundur og mannvinur. Nú þegar baráttan um jafnrétti kvenna stendur sem hæst, þegar kjarklitlar konur hika viö aö fylgja sínum eigin málum af óttá fyrir því að veröa kallaöar ókvennlegar, er gott að geta bent á slíkar konur, eins og lafði Florence Douglas Dixie, sem eina af hinum mörgu andans hetjum, er virða að vettugi smásálarleg mót- mœli þeirra, sem berjast á móti jafnrétti kvenna af ótta fyrir því, að þeir sjálfir missi eitthvað við það, sem konan hlýtur að græða við að verða sjálfstæð vera, ráðandi sjálfri sér og sínum málum. Lafði F. D. Dixie er yngsta dóttir Archibald William Doug- las sjöunda markgreifa af Queensberry á Skotlandi og konu hans, Margaret, dóttur general Sir Williams Robert Clayton. Þessi sérkennilega kona erfir lyndiseinkunnir Douglas œttarinn- ar sem orðlögð hefir verið meðal enskra og skozkra aðalstétta fyrir drengskap og hreysti, og kemur víða við stórvirki brezkra og er- lendra konunga. Það var einn af þessari merkilegu ætt, sem loks kom á sam- bandi milli Englendinga og Skota fyrir 200 árum síðan. Þetta samband er ein af afkomendum hans, lafði Dixie, nú að reyna til að uppleysa til þess að útvega þjóð sinni, Skotum, heimastjórn. Hún hefir ritað mikið um heimastjórn Ira, Skota og Vallendinga (Wales) og er því sterklega meðmoelt að þeim sé veitt það. Það er ekki tilgangur minn að rita langt mál um forfeður hennar, Douglasana. En það er gott fyrir alla að taka eftir því, að það er hvorki örvænting, niðurlæging, fyrirlitning, öfund eða ill meðferð,sem hefir komiðþessuóskabarniþjóðarsinnar til að berj- ast fyrir réttindum kvenna utan heimilis og á. Hetjublóð forfeðra hennar hefir aldrei meðtekið einn kœlandi dropa þrælsótta, til að kefja niður frelsisþrá hennar fyrir sig og aðra. Baráttu hœfileik- ar og vopnfimi frœnda hennar kemur nú fram hjá henni í með- ferð hennar á pennanum—þessu sigursæla vopni manndóms og hugprýði. Ættarstolt hennar kemur ekki fram í því, að heimta sérstök réttindi eða viðurkenningu fyrir sig og stétt sína. Hún

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.