Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 23

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 23
VIII. i FREYJA 23. kennari sá unr rriiðdagsverö handa sínum hóp og stóö honurn íyrir beina. Samkoman fór í alla staði vel fram og var haldin á sléttum fleti umkringdum skógi á þrjár hliöar. Eigi mun ég reyna að lýsa landi eða landkostum þar, en mjög virtist mér það skógi vaxið, þó víðast srnáum. Liggja engjabreiður liér og þar á milli skógarbeltanna, sumstaðar meðfram ókleifum fióum eða fiám, er margar liggja til vatns. Aðfillega hygg ég nýlendu þessa lag- aðafyrir griparækt, enda hafa bændur þar fjölda gripa, sumir jafnvel svo hundruðum skiftir. Víðast þótti mér þar failegt, en sérstaklega kringum vagnstöðina, Oak Point. Þar er graslendi slétt að kalla með eikiskógartoppum hér ogþar, og hefði engin manns hönd hreinsað betur á milli þeirra en náttöran sjálf helir gjört. Land þetta er nú í afar háu verði. Þegar ég er nú komin heim og sé ekkert í kringum mig af „guðs grænni jörð,“— ekkert nema r.ykugar bæjargötur og háreist hús, lang- ar mig aftur út til yðar,vinir mínir í Shoal Lake.til að halla mör að nátt- úrunnar friðsæla skauti og teyga að mér „ylhýra andhreina bIæinn,“og angan-ilminn jurtanna yðar fjölbreyttu, og það þó ég yrði að mjólka kýr og gefa kálfum til að meiga það. Kæra þökk fyrir viðtökurnar, og a 111 og a 1 11, vinir mínir. Eg er strax farin að hlakka til að sjá yður aftur. Svo heitir blað sem nú er byrjað að koma út í Keykja- Óöinn. vík, undir ritstjórn Þorsteins skálds Gíslasonar. Það á að koma í stað „Sunnanfara11 og verða til skemmtun- ar og í'róðleiks, llytja myndir af merkum mönnum, af öllum stéttum, húsum og öðrum mannvirkjum. Oðinn er í sama formi og Freyja var fvrstu tvö árin og 8 bls. innan kápu. Á kápunni er mynd af Oðni, með hauka s'na tvo, sinn við hvora hlið, Iluginn og Muninn og spjóteða lagvopn mikið í hendi, en við fætur hans iiggja úlfarnir Geri og Freki. Þegar þetta er ritað eru þrjú númer komin út af Oðni, Á fremstu bls. í númeri hverju eru myndir af þessum mönnum í röð : I 1. nr. Krist- jáni konungi IX., í 2. nr. Hannesi Hafstein, ráðherra Islands, í H. nr. af skáldinu Steingrími Thorsteinssyni, og ritgjörð um hvern þeirra. Auk þessa eru og smærri myndir af frú Hafstein, fjórum herforingjum Rússa og Japana, af Byron skáldí og ldæðaverksmiðju á Islandi. I númer- um þessum eru kvæði eftir ýmsa vel þekkta höf. svo sera Grím Thom- sen, Guðmund Guðmundsson, St. Thorsteinsson, Jón Ólafsson ritstj. o.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.