Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 22

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 22
22 FREYJA VIII. i. í byggö þessari varö fyrir mig og Freyju ekki síöur en aðra skarö fyrir skyldi, viö fráfall bœnda öldungsins Kristjáns Vigfússonar. Varð ég þess hvervetna vör. Hvaöa álit byggöarmenn hafi á hon- um haft, má meðal annars af því ráða, aö. þeir hafa komiö sér saman um aö reisa honum veglegan mjnnisvaröa, og gengst ,,Bændafélagiö“ fyrir því. Ekkju hans heimsókti ég—hún er góð og göfug kona, íslenzk í anda og fátöluð en vinföst og trygglynd og seint hygg ég að sár það, er hún varö fyrir í missi manns síns, fyrnist. Eitt af því fyrsta sem ég frétti þegar ég kom út, var lát konu einnar er ég hafði hlakkað mjög til að sjá, og sem ég vissi, aö einnig mundi glaðna við komu mína. Ivona þessi var Björg Guðlaugsdótt- ir, sem áttræð að aldri kom ein síns liðs heiman af Islandi fyrir tœpu ári, til að eyða síðustu stundum æfi sinnar hjá dóttur.sinni og barna börnum, sem heima eiga í nýlendu þessari. Nú hafði hún hafið nýja reisu—lagt ú't í djúpiö mikla að ströndinni ókomnu, og ég kom í tíma til aö kveðja hana--standa yfir moldum hennar. En þó hún ekki gœti tekið kveðju minni hygg ég nærvera mín heföi glatt hana, ef hún hefði orðið hennar vör, og í anda sá ég hana brosa til mín eins ljúfmannlega og til forna. Hún var jörðuð að viðstödd- um fjölda fólks, enginn prestur var nœrri, en hr. Pétur Bjarnason homöopathi flutti þar góða ræðu. Konu þessarar hygg ég að veröi 'nánar getið í Heimskringlu innan skamms. Meöan ég var úti voru haldnar þrjár skólasamkomur í nýlend- unni, og kom ég á eina þeirra. Þar var fjölmenni mikið, enda höfðu fimm skólar slegið eaman, varð því verðlauna samkeppnin á milli skólahéraðanna, en ekki einstaklinganna, innan hvers héraðs. í þremur af þessum skólahéruðum voru flest eða öll börnin íslenzk, og kennararnir allir íslenzkir. Hœstu verðlaun var Dominion- flagg veitt fyrir að marsera og hlaut það skóli sá er , ,Norðurstjarna“ heitir. Börnin í hverju skólahéraði marseruðu út af fyrir sigog bar hver hópur sinn fána með nafni síns skóla. Allir voru hóparnir álit- legir, en það haföi Norðurstjarnan yfir hina, að börnin báru öll eikar- hríslur umaxlirsér ogvar þar til að sjá, sem lifandi eikarrunni færi erþaufóru. Kennari þess skóla er Miss S.Stefánsson frá Gimli. Hver

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.