Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 16

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 16
FREYJA VIII. i. 16. sagöi en þaö er víst aö hann haföi ekki augun af henni á meöan. Þaö var eins og hún fyndi fyr en hún sá augnaráð hans, og svo varö henni hverft við þaö er hún tók eftir því,að hún rétti sig strax upp og roönaði um leið. , ,Ef þér hafiö nokkurt erindi viö mig, herra Lawrence, er bezt aö afljúka því strax, “ sagöi hún hálf þur- lega. ,,Látið hjúkrunarkonuna eiga sig henni er borgað fyrir verk sitt, yður ekki. “ ,,Var þetta erindi yöar?“ sagöi Imelda hissa. ,,Nei. En ég elska yöur og segji þaö þó ég hafi ekki leyfi til þess, “ sagði hann og færöi sig nœr henni. ,,Eruð þér vitlausir?11 varö Imeldu aö oröi og hún hrökk frá, og staröi á hann forviöa. ,,Nei, en ég veit vel um skoðanir yöar á hjónabandinu og að þaö er enginn glœpur fyrir giftan mann aö tjá annari konu ást sína, “ sagði hann og þreif hann í fang sér áöur en hún gœti áttaö sig. Hún sleit sig samstundis lausa, hvessti á hann augun og sagöi: ,, Vítiö, herra minn, að hvernig sem þér hafiö komist aö skoðunutn mínum á þessu máli þá hafið þér algjörlega misskiliö þær. Vitið einnig, aö jafn lágborin mannleysa og þér teruð—svo gjörsnauöur af öllum siðferöis hugmyndum og réttlœtistilfinning- um vinnur aldrei ást heiðarlegrar og frjálsrar konu. Vitiö einnig, að ást veröur hvorki keypt né hertekin, og þegar þér skiljið þenna sannleika meigiö þér ávarpa inig aftur, en fyr ekki“ Að svo mœltu fór hún burtu en hann sat eftir sem þrumu lost- inn og velti því í huga sér, hvort hann hefði misskilið skoðanir hennar, hvað tignarleg hún væri í reiði sinni og fyrirlitning, hvort hún myndi vita um misklið þeirra hjóna, og er hann minntist kon- unnar lét hann brún síga. Imelda þaut inn til hjúkrunarkonunnar og hneig magnþrota niöur í legubekkinn. Hjúkrunarkonan sá aö henni var illt og gáf henni kjælandi drykk. Hún varð þess og brátt vör aö Imelda var hrœdd og kenndi þaö ofvökum og áleit að hún þarfnaðist góðrar hvíldar Tókst henni þá að telja svo um fyrir henni að hún skyldi sofa þá nótt og fylgdi henni síðan til svefnherbergis hennar, hjálp- aöi henni í rúmiö og bauð henni svo góöa nótt, en Imelda lokaði vandlega á eftir henni. (Frh.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.