Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 4

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 4
4- FREYJA VIII. i. heimtat jöfn réttindi fyrir alla, rnenn og konur, bœSi sem einstakl- mga og borgaralegar heildir. Slíkar tilfinningar hafa oft brotist út hjá andlegum stórmennum búnum líkamlegum tötrum. En þeg- ar kona af tignustu œttum, í beztu kringumstæSum, kastar rót- grónum siðvenjum út í veSur og vind og tekur ótilknúS aS berjast fyrir réttindum einstaklinganna, má heimurinn til aS opna augun. Hinir andlegu yfirburSir lafSi Dixie komu í ljós þegar hún var 15 vetra barn og lávaröur B. Lytton náSi í sorgarleikritiS eftir hana , ,Abels hefnt, “ og þótti þaS svo mikil snilld,a5 hann lét hana lofa sér því, aS hún skyldi halda áfram að gefa sig alla viS bókmennt- um. Þetta loforS hefir hún haldiS. HiS fyrsta bókmennta af- kvœmi hennar voru ,,Söngur barnsins“ í ljóSumog sorgarleikurinn ,,Darling, “ hiS fyr nefnda hefir þrisvar veriS prentaS. GáfumaSurinn Geo. Jacob Holyoke segir um „Abels hefnt“ aS þaS sé snilldaríega sögS saga, sem nái því er Milton hafigengiS fram hjá. AnnaS snilldarverkiS eftir hana er ,,Vörn Fríh)'ggjand- ans“. Svo komu þessi út sem eru hvort öSru betra: „Uppreist kon- unnar, “ ,,Barnaleikurinn“ eða ,,Herdrottningin, “ ,,Ijain“ eSa framþróun sálarinnar, „Isola arflausa, “ ,,Eilabella hin frelsaSa“ og ,,Izra“ í þremur bókum. Kvæði þau er lafði Dixie orti innan 17 ára aldurs, eru mjög svo merkileg. Gegnum þau öll liggur gullþráður snilldarinnar. Það er eins og skáldguðinn hafi í konu þessari sameinað öll þau efni, sem ein- kenndu þá Milton, Shelly og Burns, og verk hennar leiða lesarann inn á hið glæsta svið zuyuiniar og virkileikans. Hún er nú ein af hinum framgjörnustu og ófyrirleitnustu bardaga hetjum sannarlegs frelsis. Með penna sínum stingur hún óþyrmilega á kreddum og hjátrú, grimmd og mannvönzku—á 'óllu sem hindrar sannleiks og frelsisleitandans leið, Ölln sem gjört hefir og gjörii' heim þennan að iára, reynzlu og xuri/a- dal, að stjórnfræðislegum, trúarbragðalegum verzlunarlegum og hjú- skaparlegum blóð og bardagavelli, og kosturinn við allt sem hún skrif- ar er það, að hún segir sannleikann afdráttarlaust. Eitt af hinum voldugustu andans mikilmennum sem nú er uppi, Saladin ritstj. blaðsins The Agnostie Journal ofLondon, segir um hana: ,,í gegnum allt sem lafði Dixie ritar, s'kin sannleiksást og hrein- skilni‘‘. Svotekur hann upp verk hennar íiþeirri röð.sem þau eru prentuð hér að fi aman og sýnir nytsemi þeirra og snilld bæði á efni ritanna og meðferð efni'sins. Liif'ði Dixie heíir ferðasí um þvera og endilanga Evrópu,til Austur-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.