Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 21

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 21
VIII. I FREYJA 21. undanskildu, ein skemmtiför allt í gegn í hópi góðra og glaölyndra vina, frá einum vin e5a góökunningja til annars. Aöallega dvaldi ég þó hjá þeim fornvinum mínum, Mikleyingunum,Bergþóri Þórö- arsyni og Kristíönu Siguröardóttur konu hans, Einari Jónssyni og Oddfríöi Þóröardóttur konu hans, og Jóni Jónssyni og Björgu Jónsdóttur konu hans. Þau hin síöast nefndu höfðu lengi gisti- hús f Selkirk. Hin fyrnefndu stóðu fremst eða framarlega í öllum félagsskaparmálum meöan þau dvöldu í Mikley, og hið sama mun eiga sér staö hér. Auk þessara heimsókti ég marga forna og nýja vini. Meðal þeirra vin minn og félagsbróöur, skáldiö Guttorm J. Guttormsson, sem nú er giftur Jensínu Daníelsdóttur Sigurðssonar, sem lengi bjó á Hólmlátri í Snœfeldssnessýslu á Islandi. Hjá þeim hjónum dvaldi ég, ásamt nokkrum öðrum vinum mikinn hluta dags, og hlustaði hugfangin á ný og gömul kvæði eftir þennan unga efnilega höfund, sem á sínum tíma eru líkleg til að afla hon- um þeirrar viðurkenningar, sem hann á skilið, þrátt fyrir það, að hann hefir verið og er enn þá félagi í Hagyrðingafélaginu í Winni- peg, sem svo margir álíta skyldu sína að lasta. Of langt mál yrði að nefna með nöfnum alla sem ég heimsókti í þessari ferð, svo greinilega, að fjarverandi vinir hefðu verulega gagn af. En þó skal þess getið, að ég kom víst til flestra þeirra, sem þangað fluttu frá Nýja íslandi og að þeim líður öllum vel, og myndu fáir eða engir vilja skifta aftur. Einn af hinum nýrri kunningjum sem ég heimsókti í þessari ferð, var hr. Daniel Sig- urðsson, tengdafaðir G. J. G., sem áður er getið. Var mér ánægja af að koma til hans, bœði af því, að hann var fornvinur föður míns sál. og að hann, fyrir þá vináttu, gjörðist vinur minn og Freyju, jafnskjótt og hann frétti til okkar. Þar kom ég við sjötta mann um hádegisleyti og var okkur öllum tekið með hinni mestu rausn. Þau hjón eru kynscel og eiga mörg og efnileg börn, fjórar dætur giftar og búsettar í nágrenni þeirra, tvo gifta sonu í Winni- peg og nokkur ógift. Mun meiga telja tengdasonu hans með efnilegustu bændum byggðarinnar. En svo fór hér sem oftar, að gleðin situr sjaldan lengi að völdum, svo að systir hennar sorgin vilji ekki hafa hönd í bagga.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.