Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 9

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 9
,,En skyldi hann nú standast þessa þraut máttu vera viss um, a‘5 þess veröur ekki langt aö bíöa aö hann skilji hinar göfugu hug- sjónir, sem við erum að berjast fyrir—hœð og dýpt sannarlegs frelsis. Skilji það, að ástin þolir engin bönd, og því frjálsari sem hún er, því göfugri og batri verða þeir, sem undir hennar á- hrif koma, og því farsoelii verða þeir. Leggjum á hana fjötra,og þá flýgur hún brott og vér sitjum eftir með sœrt hjarta og sviknar vonir. ,,Til þess að vera þegar í byrjun, réttlátir gagnvart konunni, verðum vér að vjðurkenna að hún á œfinlega meira á hœttu,hversu sem með þetta mál er farið. Samkvœmt fyrirskipunum laganna er konan eign mannsins síns eftir að hún er honum gift, hversu góður sem hann annars er. Og þó hann ekki vildi skerða frelsi hennar, tekur þjóðfélagið að sér að líta eftir gjörðum hennar fyrir hann, og fingur laganna bendir honum fljótlega á hvað eina í fari hennar, sem þjóðfélagið kynni að álíta tortryggilegt, og ef hann þá ekki útskúfar henni fyrir það, tekur þjóðfélagið að sér að gjöra það. Vegur hans er ekki nœrri eins beinn, og vilji hann nota sér það, getur hann það hœglega. Það er eins og lög og lands- venjur œtlist til þess. Hins vegar vitum vér einnig, að vilji kon- an ekki giftast.afneitar hún með því allri von um að m e i ga njóta lífsins á eðlilegan hátt, óáreitt af þjóðfélagsins hálfu. Maður er þannig eins og milli tveggja elda, með samvizkuna og réttlœtið á aðra hlið, en lög og venjur á hina. En samt vonum vér aö ástin finni ráð og fái þor til að koma sínu fram á sinn hátt, og að menn og konur eigi enn þá eftir að verða e ð 1 i 1 e g, í hreinleika og sak- leysi ástarinnar, eins og þegar þau fyrst lágu börn á brjóstum nátt- úrunnar. ,,Villtu þá vera hugrökk, Imelda mín? Treystir þú þér ekki til að leiða ástvin þinn—þenna Norman upp á sjónarhæð sannleik- ans og fljúga svo þaðan ásamt honum út í hið ókomna—óviss- una óþekktu og kanna hana? ,,Já, vertu hugrökk og þolinmóð, því allt kemur til þeirra sem bíða. Og mér segir svo hugur að við eigum enn þá eftir að sjást— sjást cg kyssast—vinir, eins og til forna. Kyssast svo Norman þinn sjái, og að hann þá skiiji gildi sannrar vináttu.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.