Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 6

Freyja - 01.08.1905, Blaðsíða 6
£3 23itstjoœ.siipistlsir- l£ L árahót Kœru vinir og lesendur Freyju. Um leiö og Freyja endar hið sjöunda ár tilveru sinnar og hef- ur göngu sína í áttunda sinni, finn ég mér bæði ljúft og skylt að þakka yður öllum vináttu og fylgi, því án þess hefði ekki Freyja lifað fram á þenna dag. Einnig vil ég þakka hin mörgu góðu hluttekningar bréf sem mér hafa borist einmitt síðan farið var sérstaklega að ráðast á mig og blað mitt. Ég get því miður tíma- leysis vegna ekki svarað þeim öllum—eða neitt líkt því, og tek ég því þessa aðferð til að votta yður þakklæti mitt og láta yður vita að ég meti hjartalag það sem stendur á bak við þau. Eins og það gleður mig innilega að sjá, hve mörg at yður skiljið og metið starf mitt. Eftir föngum hefi ég fylgt þeirri stefnu, sem auglýst var í fyrsta númeri Freyju, og framvegis mun ég halda henni áfram, að svo miklu leyti sem hœgt er, þó ég sé orðin það vitrari við reynzl- una, að ómögulegt sé að halda fram nokkurri stefnu svo að hún ekki eignist andstceðinga og um leið óvini, jafnvel þó sneitt sé hjá hinum almennu deilumálum, svo sem stjórnmálum og trúarbrögð- um. Einnig hefir reynzlan kennt mér það, að jafnrétti kvenna fáist aldrei, nema í gegnum pólitik. Þar af leiðandi verða þeir, sem fyrir slíkum málum berjast, að ganga þá einu leið sem að því sigurs takmarki leiðir, eða sleppa þeim með öllu. Með ánægju get ég nú bent á það, að Freyja sé hið eina vestur-íslenzka blað sem nú er uppi og náð hefir sjö ára aldri, án þess að verða flokksblað. Óháð blað œtlar hún að verða, og upp á það lifa og deyja. Reikningur yfir Ég hefi gjört mér það að reglu að eyða ráösmennsku mína. , , • , . „ . , , • ekki rumi hreyju fyrir dldeilur, ekki einu sinni til að afsaka mig, þó á mig hafi verið ráðist, af því, að ég álít skyldu mína að fara svo vel með hið litla lesmálsrúm blaðs- ins sem ég get,og illdeilur ósæmandi hverju blaði. Nú er þó ekki

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.