Freyja - 01.09.1905, Page 14

Freyja - 01.09.1905, Page 14
38. FREYJA VIII. 2. o flytja hana heim til mín, “ sag5i Alica. ,,En hvar er maöurinn sem hjálpaði okkur?“ bætti hún viö og leit œðislega í kring um sig. Maöurinn stóö hjá hestunum, klappaði þeim og talaði a hljótt, til að stilla þá, því þeir skulfu enn þá af hrœðslunni. Nú sleppti hann þeim við keyrarann, tók ofan og spurði hvort hann gæti orðið þeim til meira liðs. Og meðan hann stóð þarna kafrjóður, af áreynzlunni, brosandi ogánægður, virti Imelda hann fyrir sér og spurði sjálfa sig, hvar hún hefði séð þetta andlit? En Alica bað hann að lofa sér að þakka honum fyrir hjálpina og segja sér hvað hann héti. ,,Ég hefi ekki gjört annað en það, sem hver maður hefði gjört undir sömu kringumstœðum, svo er ég vanur að fara með hesta og stofnaði mér því ekki í neina hættu. Meðvitundin um að hafa orð- ið að liði er mér fullnægjandi endurgjald, “ sagði hann brosandi. ,,Þér verðið þó að lofa mér að vita hverjum ég á líf og limu okkar að launa, “' sagði Alica í biðjandi róm. Meðan þessu fór fram, hafði Meta litla, sem hékk hálf hrœdd í Imeldu, stóru greind- arlegu augun sín ekki af þessu glaðlega ungmenni, Norma gekk enn þá upp og niður af ekka og huldi andlitið í pilsum móðursinn- ar. Ungmennið klappaði vingjarnlega á kollinn á Metu og sagði: ,,Kæ-rðu þig ekki, ungfrú dökkeyg, þú verður bráðum jafngóð af þessu tilfelli og þá hlær þú að öllu saman. “ , ,Ég veit ekki, “ sagði Meta svo alvarlega að ungmennið skellihló og jafnvel Alica brosti. ,,Ég má þá eiga von á því að þú heimsækir okkur innan skamms.og svo neitar þú mér ekki um að vitanafn þittt, eftir að hafa gjört svo mikið meira fyrir okkur, “ hélt Alica áfram. ,,Ég hefi ekkert gert, en þarna er nafn mitt, “ svaraði hann hálf vandrœðalega og rétti henni lúð nafnspjald er hann tók úr vasa sínum. „Osmond Leland, “ las Alica. ,,Osmond Leland! heyrð- ist niér virkilega rétt?'1 sagði Imeld^ og greip um hendina á Alicu til að sjá sjálf á spjaldið. ,, Jú, víst er það svo, og vel skrifað í til- bót, “ sagði hún fremur við sig en þau.og velti nú spjaldinu fyrirsér. Loks sneri hún sér að piltinum og sagði: ,, Þér eigið lifandi systur? ‘ ‘ ,,Það held ég —einhverstaðar í heiminum, “ sagði hann dræmt og loðnaði við. ,,En loeinig vifið þtr það?“ bætti hann við.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.