Freyja - 01.09.1905, Page 23

Freyja - 01.09.1905, Page 23
VIII. 2. FREYJA 49* ,,Það liggur vel á þér í dag, “ sagöi ég, ,,Bjössi á Hóli hefir líklega sagt eitthvaS fallégt viS þig í gær þegar hann kom“. ,,Mér er ekki neitt stríS í því þó þú eignir mér Bjössa á Hóli, hann er ekki önnur eins afturkreista eins og þú“. , ,Nei, ég held þaS sé óhœtt aS giítast honum Bjössa, einka- barninu hennar gömlu Kristínar, hann er líka búinn aS slétta hálfa fjórSu þúfu í túninu“. Þetta hafSi ég heyrt húsbóndann segja, því hann var dálítiS upp meS sér af sínum eigin jarSabótum, og nú þóttist ég hafa komiS því fyrir á heppilegum staS. ,,AS heyra þennan strák vera aS látast gjöra gys aö fólki, sem sjálfur hvorki stendur aftur eöa fram úr hnefa, og aldrei veröur til annars brúklegur en aS rölta kringum ær og bera út ösku“. ÞaS var GuSrún gamla, sem þetta sagSi. Hún hafSi lengi veriS vinnu- kona hjá Kristínu á hóli, og mátti ekki heyra aS gjört vœri lítiS úr henni eSa hennar fólki. Ég var fjarskalega stríSinn, en ég forSaS- ist vanalega aS beita því nema viS þaS fólk, sem tók því vel. Mér þótti alltaf fyrir ef menn reiddust viS inig. GuSrún gamla var skapþung og ég stríddi henni því sjaldan, eSa tók þátt í því þó aSrir vœru aS erta hana. Þetta þóttist ég gjöra vel, mér gramdist því aS hún skyldi atyrSa mig svona og ég gat ekki stillt mig um aS svara í þetta sinn ,,Ég hefi ekki gjört þér neitt, “ Sagöi ég, ,,ekki gat ég aS þvf gjört aS Gvendur kaupi tók Rannveigu fram yfir þig“. ,,Þú hefir munninn á réttum staS þó þú sért alinn upp á sveit og verSir aS líkindum gustuka skepna alla þína œfi. Þér væri nær aS reyna aS koma heldur með allar cernar einhverntíma, en rífa þig svo lítiö minna“. Þetta var nóg handa mér, ég þagnaSi alltaf þegar mér var brigzlaS um aö ég væri alinn upp á sveit. Ég hafSi svooft fundiS til þess aS ég var munaSarlaus—svo oft grátiö af því. Ég opnaSi kvíjarnar, og œrnar runnu út í hœgSum sínum, tveir veturgamlir sauöir, sem lágu undir moldarbarSi skammt frá kvíjaveggnum, stóðu líka á fœtur og slógust í förina. Ég beindi ánum á rétta götu og gekk svo á eftir í þungum hugsunum. F\rst var ég reiöur viS GuSrúnu og var aS hugsa um hvaS ég

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.