Freyja - 01.12.1907, Qupperneq 2
98
FREYJA
X. 5.
viö eitt var hann áttinaaS miða:
Hvert heitið var förinni — ei hvernig hann fauk.
Og dagurinn eltist, og tœpara til
alls torfœrs með geislunum náði.
Og snar-fluga snæljósið gljáði
úr harð-fenms tinnu sem hrökk fjrir byl.
Og óveðrið batt sinna al-skýja gnótt
um augun á stjarnanna skara —
þá eygði hann fram-undan fara
þá von sem hann elti um ófœrð og nótt.
Hann fylgdi á eftir og fulltrúa var,
að færi hún stefnuna sína
á glugga þar gestaljós skína,
sem hugur og vilji hann hálfa leið bar.
Og ef að hann staðnæmdist, stóð hún og beið,
og styrmdi yfir, leit hún til baka,
sem yfir því vœri að vaka,
að benda ’onum áfram, að beina ’onum leið.
I fram-krók var örðuga gangan hans gerð,
að grípa ’ana svo að hann næði
að klappa í stein eða kvœði
svo ákveðna sýn, og svo inndæla ferð.
Hann gœtti að sporum þar sté hún og stóð
sinn stíg yfir lausamjöll gengin,
en afmáð þau voru eða engin,
hún barst fram sem hug-sjón—þær brjóta ei slóð.
Ilann gekk svona heim-leiðis hríðinni í
í horf meðan nóttin hans entist —
í hvarf fram af hengjunni hentist!
Og ofsjónir gleymast í gilinu því.
III.
Eg man, er hann fylgdarlaus frá okkur rann
og fortala hreif ekki nokkur,
við krupum og krossuðum okkur
og báðum guð synja’ oss að sjá eins og hann.
Það stafaði af vofu að verða svo ær