Freyja - 01.12.1907, Qupperneq 8
104
FREYJA
X. 5-
„fférna eru tiu eents, sem ég fékk fyrir að lilaupa ofan í
lyfjabúð eftir hárlit fyrir hana.— Nú þagnaði Angela, því hún
gat naumast varist hl&tri, er henni varð litið á fólkið, sem starði
á hana meðgapandi munnum, eins og það ætlaði að gleypa hana
með öllu sem hún hafði að segja. „Fyrir ungfrú Lynette Cole“,
sagði hún,
Lynette, sem svo oft prédikaði um hégórna unga fólksins,
gjerði nú ýmist að fölna upp eða roðna út undir eyru og upp í
hársrætur. Eg get varla sagt að ég vorkenndi henni. Mér fannst
það svona mátulegt.
„Látið klæði yðar vera hvít sem mjöll og hár yðar smurt1',
tautaði Bloomer. Það er eins og hann viti stundum hvað fram
fer, þó hann heyri ekki“.
„Yður er máske kunnugt um það. að prestur eða hann
frændi minn tala stundum upp úr svefninum“, sagði Angela. [
því stóð Abbi Farwell upp og tók að þoka sér gegnum mann-
þröngina fram eftir kyrkjugóllinu. „Já-já, hann gjörir það nú
samt“, hélt Angela áfrain og varð mér þá litið til ógiftu stúlkn-
anna einnar eftir aðra og sá að þær voru kafrjóðar. Svo varð
mérlitið til Angelu og sneri hún þá litlum bauk milli flngra sér.
„Góða, elskulega Parditha“, sagði séra George upp úr svefninum.
En hann vildi ekkert gefa mér til að þegja, þess vegna gef ég
þessi löc. sjálf“, hélt Angela áfram og lét centin falla í sjóðinn.
I bænum var engin Parditha, svo stúlkurnar sem hver fyrir
sig vonaði að presturinn hefði verið að talaum sig upp úr svefn-
inum, fcUnaði upp og tvær gengu svo langt að komast fast að
yfirliði. En Angela hélt áfram eins og liún yrði einskis vör. „Eg
býst við að fá að leika mér í kyrkjugarðinum næstu viku fyrir
sannsöglina, En okkur var skipað að segja á hvaða hátt við ynn-
um fyrir peningunum, svo mér var nauðugur einn kostur.
„Kasta brauði þínu á vatn og mun það koma til þín eftir
marga daga',, sagði /íloomer. En ég er hrædd um að brauð
prestsins hafi verið orðið að súrdegi, þegar það kom aftur til
hans,
Þið munið víst eftir þegar hún frú Todd var á undan öllum
konunum í bænum með þvottinn sinn. Frú Todd sagði sér leidd-
ist að heyra nágrannakonurnar gamna sér að því hvað hún væri
seinlát. Þær hældu sér ávalt af því að koma þvottinum sínum út
á undan sér á mánudagsmorgna. En ef þær hefðu tvenna tvíbura
eins og ég og eitt stakt í viðbót, yrðu þær kannske ekki alveg