Freyja - 01.12.1907, Síða 11
X. 5- FREYJA 107
Ég er búin að fá meiia en nógaf þcssu trúboðsbralli í bráð-
ina, góði minn. En ég fiýtti mér út úr kyrkjunni afóttafyrir
því, að Angela kynniað eiga eftir einhverja sögu um þig”, sagði
Maðurinn minn brosti ískyggilega og flýtti sér fram til að
iáta upp ketilinn.
Ladies IIome Jouknal.
------o-------
Minning.
Ó, hvar ert þú ljós, sem aö lifðir í gœr?
þú lifir víst enn þá þó bærist þú fjœr,
því birtan þín hverfur ei bjarta frá mér,
né blíöan og varminn sem streymdi frá þér.
Ég œörast ei, fjós mitt, þó færir þú fjær
það fölnaði alclrei neitt birtan þín skær,
og brimalda tímans svo breytinga full
hún breytti þér ekki, þú hreinasta gull.
Mig langaði svo til þú lifðir hjá mér
og lífinu mætti ég eyða hjá þér,
þú verndaðir, lýstir og vaktir á ný
þær vonir er sofnuðu myrkrunum í.
En fyrst að þú hlauzt samt að fara á burt
í fjarlœga geiminn, --égveit ekki hvurt
þá þreyi ég vongóð og veit að senn dvín
minn vegurinn hérna, svo kem ég til þín.
Og svo þegar líð ég um ljósanna geim
og ljósálfa miljónir benda rnér heim,
mín heitasta þrá verður fund þinn að fá
það fegursta. og trúasta er minningin á.
Úndína.