Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 14
I IO
FREYJA
X. 5.
Patrick O’More.
(Eftir J. Magnús Bjarnason).
Seint um sumariö 1879 kom ókunnugur maSur gangandi
til íslenzku nýlendunnar í Mooselandshálsum í Nýja Skotlandi
og ba5 um fylgd vestur til námaþorps þess, sem kallaS var
Moose River Mines—um þrjár til fjórar mílur frá nýlendunni.
MaSur þessi var fremur einkennilegur ásýndum. Hann leit
út fyrir aS vera um fertugt, var hár maSur vexti meS svart
skegg mikiS og sítt og ákaflega brúnaþungur. EnniS var
lágt, nefiS þunnt og íbogiS, og augun lítil og tinnusvört og
langt inn í höfSinu. ÞaS var eitthvaS dularfullt viS hann, og
augnaráS hans var serlega flóttalegt. Hann var aldrei veru-
lega kyrr og horfSi sjaldan beint framan í þann, sem hann tal-
aSi viS, en leit alltaf frá einu til annars. ÞaS var óstyrkur á
honum, eins og hann vœri nýstaSinn upp úr hitaveiki, en
gekk þó rösklega og næstum hljóp viS fót. Hann hafSi yfir
sér síSa kápu, sem einusinni hafSi veriS dökk, en var nú upp-
lituS orSin og öll meS leirslettum, á höfSi hafði hann svart-
an hatt barSastóran, sem gjörSi manninn enn þá skuggalegri
ásýndum, en hann í raun og veru var. Hann hafði dálitla
handtösku meSferSis, og þaS leit út fyrir aS hún vœri mjög
þung, því hann barhana ekki í sömu hendinni, nema fáein
skref í senn—var alltaf að skifta um hönd.
Hvar sem hann kom í nýlendunni, bað hann um mjólk
aS drekka, en þáSi ekki annan greiða, og í hvert skifti, sem
hann lauk viö aS drekka, lét hann eitt cent í skálina, sem
haan drakk úr, en þakkaSi aldrei fyrir mjólkina. Enginn af
nýlendubúum hafSi séS þenna mann áSur, og fáir veittu hon-
um mikla eftirtekt, og ég held aS enginn hafi spurt hann aö
heiti,
Ée: varö til þess að fylgja honum vestur til námaþorpsins.
Ég var þá þrettán ára gamall og kunni nægilega mikið í ensku
til þess, að geta skiliS þau fáu OrS, sem hann talaði við mig á
leiðinni- ÞaS, sem hann talaði þá við mig, því þaS var allt
einhvernveginn svo óljóst og undarlegt, en orSin sjálf skildi
ég, eða hélt aS ég skildi þau.