Freyja - 01.12.1907, Síða 19
X. 5-
FREYJA
115
hugur minn hefir seitt þig til mín — svo mikill er kraftur trú-
aörar sálar—hann fœrir fjöll!”
Svo gekk ég inn í hús séra Patricks O’More. Þar inni
var allt fátctklegt, en furöanlega hreint. Eitt lítiö borö var
þar og tveir stuttir bekkir, gömul hitunarvél og fáein ílát.
Uppbúiö rúm var þar og lítill bókaskápur meö fáeinum bók-
um í, og voru víst flestar þeirra guösoröabækur og bækur, er
fjölluöu um steinafræði, en þó var þúsuncl og ein nótt þar viö
’nliöina á biblíunni og lei} út fyrir að hafa verið lesin oftar en
nokkur önnur bók, sem þar var.
Mér þótti þaö næsta kynlegt, að ég skyldi ekki sjá þar í
húsinu neinn mann annan eu séra Patrick, en á öllu mátti þó
Ijóslega sjá, aö hann bjó þar aleinn. Hann bjó til kvöld-
verö handa okkur og var sérlega fljótur að því, en ekki var
annað á borð boriö, en haframjölsgrautur með sýrópi út á,
fáeinar haframjölskökur og mjólkurlanst tevatn meö sýrópi
út í.
Á meðan viö snæddum þenna einfalda og ólystuga kvöld-
verð, spurði hann mig, hver vísaö hefði mér til sín. Ég
sagði aö það hefði verið ungur maöur, sem ég hefði fundiö í
búðinni niður viö sjóinn, og ég reyndi til aö lýsa manninum
fyrir honum,
,,Það hefirverið Rory frændi minn”, sagöi hann, ,,og
hann hefir vafalaust sagt þér, *aö ég vœri ekki með réttu
ráði”.
Ég bar ekki á móti því, aö maðurinn hefði eitthvaö
minnst á slíkt við mig, en gat þess jaínframt, að ég hefði álit-
ið hann vœri að spauga.
, ,Þeir halda það allir, að ég £é brjálaður’, sagði hann.
,,Þeir halda það allir—og allir kalla þeir mig séra Pat”.
„En ertu þá ekki prestur?” sagði ég.
,,Nei“, sagði hann og hristi höfuðið raunalega, ,,ég er
bara kallaður það í háðungarskyni. En saga mín er þessi:
Á yngri árum var ég málmnemi og álitinn með ríkari mönn-
um hér um slóðir.—Ég keypti hina svonefndu Caribow-námu
og lagði mikið í kostnað, og gekk allt vel í fyrstu. En svo
allt íeinu varö ég gjaldþrota og tapaði mestöllum eigum mín-