Freyja - 01.12.1907, Side 20
FREYJA
X. 5-
116
um á yrirtækinu, afástœöum, sem hér þarf ekki aö nefna.
Eg var einmitt á ferð um það svæði, sem íslenzka nýlendan
er nú, þegar |mér barst sú fregn, aö ég væri öregi orðinn.
Síðan hefl ég aldrei verið með sjálfum mér. Uin þetta leyti
dó móðir mín, og konan mín litlu síðar. Ég stóð þá einn
nppi mfns liðs og —var öregi- Ég held að ég hafi verið sturl-
aður um tíma. Ég veiktist og lá lengi og lœknarnir gátu
ekkert gjört fyrir mig, En loksins batnaði mér snögglega.
og um leið fann ég ti! sterkrar löngunar að fara um og pré-
dika fyrir fólkinu—prédika kærleikann og fyrirgefninguna. Og
ég ferðaðist um meðal fólksins og prédikaði, án þess þó að
œtlast til peninga eöa launa. En fólkið vildi ekki hlýða á
kenningar mínar. Það brosti að sönnu blíðlega, en gaf mér
alltaf í skyn, að ég vœri ekki með ölluráði, Þáfékk ég óbeit
á fólkinu og fann að það var ekki eins gottog það lést vera.
Ég varð var við hræsnina svo ósköp víöa, hún moetti már á
torgum og gatnamótu n, f öllum féiagsskap og jafnvel í sjálfri
kyrkjunni. Ég sá tárin streyma niður kinnarnar, þegar
hjartað hló, ég sá menn gefa bágstöddum til að ábatast á
þeim síðar meir, og ég sá að vinskapur mannanna var í
flestum tilfelium að eins uppgerð, ogað ábak við fagurmœl-
in bjó fláttskapur og undirferli. Allstaðar gægðist hræsnin
fram—hræsni—hræsni, hrœsni allstaðar meiri og minni: hún
er hið mikla mein mannkynáins og loeknast alldrei að fullu.
Ég segi ekki, að mennirnir séu vondir, heldur að eins, að
þeir séu yfir höfuð ekki eins góðir og þeir látast vera. En
ef til vill kemurþetta álit mitt á mönnunum til af því, að ég
er ekki með sjálfum mér. Kannske líka að einhver strengur
í sálu manns þurfi endilega að slitna til þess að maður geti séð
allt þetta. — Jæja, ég fékk óbeit á mönnunum og hætti að
mestu að vera með þeim, en sneri mér að steinunum og pré-
dikaði fyrir þeim —ekki samt eins og Bede prestur hinn fróði,
heldur eins og vísindamaður og málmnemi. Og ég fann að
steinarnir voru hreinskilnir — að sönnu harðir og kaldir og
tilfinningalausir, en œfinlega hreinskilnir. Ég sá allstaðar var
málmur: gull eða silfur, kopar eða járn — allstaðar var falinn
fjársjóður. Hver einasti steinn var dálítill Sesam, —Sesam,