Freyja - 01.12.1907, Side 22

Freyja - 01.12.1907, Side 22
FREYJA 118 X. 5 þeirri röö, sem þau voru ásteininurn, og lét hann heldur aldrei vita neitt um tölustafina, eöa ártaliö. En nú er steinninn ekki lengur í gaflhlaöinu, því ég tók hann í burtu og muldi hann í smá-agnir. — Þannig er saga mín. “ Þegar dimt var oröiö um kvöidiö, bauð Patrick mér aö ganga með sér yfir aö rústunum og skoöa þær. Þegar viö kom- um þangaö, kveikti hann á ljóskeri, sem hann hélt á. Eg sá þar á grundinni móta fyrir stórri tópt, en aö eins lítill hluti annars gaflhlaðsins stóð enn uppi, allt hitt var löngu hrunið og vallgróið orðiö. ,,Þarna var steinninn, sem éggat um við þig, “ sagöi Pat- rick O’More og benti á dálítiðskarð í miðju gaflhlaöinu, og um leið leit hann flóttalega í kring um sig, ,,en þarna eru nokkur orð krotuð í steininn, sem erhægra megin við skarðið, ég veit að þau muni vera á móðurmáli þínu, það var Islendingur, sem skrifaði þau, á meðan ég fór til Moose River Mineumáriö.— Það var Berg frœndi minn, sem fékk hann til að gjöra það, því þeir voru kunningjar, en auðvitað var það gjört af glettni við mig. Nú vil ég þú þýðir þessi orð, ef þú getur lesið þau. “ Eg leit á steininn og sá, að þar voru krotuð nokkur orð, en þau voru alveg ólœsileg, svo illa voru stanrnir gjörðir. Ég reyndi aftur og aftur til að stafa mig fram úr þeirn, en það var alveg árangurslaust-- ég gat ekkert þeirra lesið, því stafirnir voru svo afkáralegir og litu hreint ekki út fyrir að vera eftir Islending. ,,Geturðu ekki lesið þau?“ sagði Patrick. ,,Nei, “ sagði ég, ,,og ég er alveg viss um, að þetta eru ekki íslenzk orð. “ ,,Þetta er kynlegt, “ sagði hann, ,,og samt er ég alveg sannfærður um. að þau eru íslenzk og þýða: ,Varaðu þiG! Þessi maður er vitlaus. ‘—- En ég fyrirgef manninum, sem skrifaði þau. og ég fyrirgef Berg frænda mínum, ekki sjö sinn- um, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum. “ Hann varpaði mœði- lega öndinni, slökkti Ijósið (í ljóskerinu) og bað mig að koma heirn með sér. Hann bjó uni mig á gólfinu í bjálkakofanum og las langa bæn áöur en hann slökkti á lampanum. Ég sofnaði strax og

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.