Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 25

Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 25
X. 5. FREYJA I 2 I Mannvinirnlr sem Mmurinn glejmir. EFTIR Llzzie Holmes. Þeir sem ganga sigri hrósandi af hólmi lífsins cru ávallt hafð- ir upp í skýin, sumpart réttiiega, sumpart ranglega. Jienn benda á þá sem fyrirmynd annara— takmarkið sem allir skuli keppa að. Enginn spyr, hvað sigur þeirra hafi kostað, hvaða meðöl eða vopn þeir hafi notað og oft og tíðum ekki hvað þeir hafi sigrað. Sigurinn þó það sé einungis fjárhagslegur sigur— sigur f baráttunni fyrir tilverunni, er pímkturiun sem allir sjá. Hvaðþar liggur á bak við láta menn sigengu varða. En um þessa menn skrifa ög ekki, heldur þá, sem föllu á veg- inum. Mennina, sem voguðu út á ókunna stigu eða stigleysi. Guðdómlegu, ástríku, ósíngjörnu mennina, sem ruddu sigurvegur- unum braut til sigurs — mennina, sem í bardögunum gengu í sýki og grifjur og brúuðu þær með líkömum sínum, svo aðrir kæmust yfir og áfram til sigurs. Mennina, sem f voninni og trúnni á sigur góðs málefnis eygðu „framtíðar landið svo fjarri,“ en liikuðu ei augnablik, þó þeir vissu að þeir sjálfir kæmust þangað aldrei. Fyrir þessa menn blæðir hjarta mínu . Nöfn þeirra voru hvergi skráð, Þó flnn ég til nærveru þeirra, og sagan vitnar þegjandi um tilveru þeirra. Hvað gjörir það þátil, þónöfnin séu gleymd? Máske Kt; sért einn í þeirra tölu, sem leggja allt í sölurnar fyrir sannleikann, —einn í þeirra tölu, sem reikna ekki fyrir fram, hvað það muni kosta að fylgja honum og vita svo ekki fyr, en þeim er hrundið fram af bakkanum ofan í djúpið, eða þeir fara það sjálfir til að byggja yfir það brú fyrir þá, sem á eftir koma og ganga óhultir til sigurs og sætndar? Máske þú hafir áit kost á að ná upphefð og mannvirðingum, með því að láta at hendi mann- dóm þinn, en kosið heldur að búa við þröngan kost sem heiðarleg- ur maður, en í höllum hinna ríku og voldugu, með þeirri meðvit- und, að hafa svikið samvizkuþína og gott málefni? Máske líka ;tð þú hafir vikið fyrir veikari bróður þegar þú varst í þann veginn að fanga hnossið —sigurinn og viðurkenninguna? Máske! Heill yður, þér liinir mörgu, sem í baráttu lífsins létuð yður blæða, svo að sannleikurinn öðlaðisc sigur, þó að þér gengjuð að því vísu, að lofdýrðin yrði annara og að sigurkransinn lenti á þeirra höfðum er hefðu það eitt til krýningar unnið, að koma á eftir yður og feta þá

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.