Freyja - 01.12.1907, Side 32

Freyja - 01.12.1907, Side 32
128 FREYJA X. 5 og að síðustu annarhver karlmaður, en konur svívirtar í orði og verki. Þessi húðstrýking'aralda stóð yfir í 5 ár og gekk yfir allt land. Margir létu lífið undir böðuls svipunni og margir urðu ör- kumlaðir aumingjar, sér og sínum til byrði, þótt áður væru þeir ungir og hraustir menn. En þá var líka kjarkur þjóðarinnar þrotinn. Um landið þvert og endilangt barst harmagrátur forstöðu- lausra kvenna og barna, og óp limlestra og deyjandi manna undir rússnesku hnútasvipunni, og nokkrir þeirra voru fluttir heim til föður míns. í hverju héraði setti stjórnin umboðsmenn til aö sjá um að fólkið flytti úr kofunum. Eaðir minn var einn af þessum umboðsmönnum, en vegna þess, að hann var mildur við fólkið flykktist það nú til hans og grátbændi hann að lesa sér enn einu- sinni þessa nýju löggjöf ef ske mætti að hún hefði verið misskilin. Af þessum fundum kom faðir minn ávallt hryggur og ráðþrota. „Nú var ég komin á þá skoðun að ekkert kák mundi bjarga málum vorum og ferðaðist þess vegna til Pétursborgar til þess að kynna mér skoðanir mér reyndari og vitrari manna. Á leiðinni mætti ég ungum prinsi á heimleið frá Síberíu þar sem hann hafði verið í stjórnarerindum. Við hann talaði ég lengi um ástandið á liússlandi, og talaði hann með svo miklum áhuga að sannfæringar hiti hans gagntók sálu mína. Þessa inanns hefir heimurinn síðan. heyrt getið, það var Peter Kropotkin prins, sem nú er útlagi ætt- jarðar sinnar. „í Pétursborg gekk ég strax í félag frjálshugsandi manna og sókti leynifundi þeirra. Félög þessi samanstóðu mest megnis af hámenntuðu fólki af ýmsum stigum. Allir hærri skólar voru þá lokaðir fyrir kv.fólkinu, engu að síður voru konurnar í fél. þessum lærðar og prófgengnar í öllum mögulegum náms og vísindagreinum. En fyrir það voru þær ásamt kerinurum þeirra sekar að lðgum. Að vísu höfðu þær allar lært utan skóla en svo fengið fyrir mann- úð sumra háskólakennaranna að ganga undir venjuleg háskóla- próf, þóþeir sjálfir hættu stöðu sinni með því, Eiftir þetta ferðað- istég um Rússland í samfleytt þrjú ár og boðaði fólkinu frelsis- hugsjónir vorar, en þá var móðir mín orðin svo hrædd um mig að faðir minn varð að kalla mig heim. En á þessu ferðalagi kynntist ög flestum atkvæðamestu frelsissinnum þjóðarinnar. „Þegar heim kom, settiég með tilstyrk föður míns strax upp skóla, í þetta sinn eingöngu fyrir stúlkur og varð brátt mikil að- sókn að honum. Auk þess hafði ég smærri skóla á ýmsuin stöðum

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.