Freyja - 01.12.1907, Page 36
132
FREYJA
Friðboðinn.
X. 5
Hann sveif á vœngjum hinna titrandi nortiurljósa, gegn-
utn dökkbláma nœturloftsins, meöal tindrandi stjarnanna grúa
og létti ekki ferö sinni, unz hann steig niöur á jöröina í húm-
bireju innar helgu jólanætur. Jöröin var alþakin snjó, og í
silfurgliti mánans stirndi á ísperlurnar, sem vœru þær dýrustu
gimsteinar. Hvervetna var bjart, sem um hádag vœri, ekki
einungisaf tunglinu, sem nú skein í fyllingu áalheiöum himni
heldur og einnig af þúsundum rafijósa. Risavaxnar byggingar
teygðu turna sína í loft upp, eins og vœru þeir aö biöja um
blessun guös yfir sig. og íbúa sína. A götum borgarinnar var
ös og allir voru að flýta sér. I ösinni var blaöadrengur tötra-
lega til fara, kaldur og»hljóölaus af að bjóöa blöðiö sín hverj-
um sem hann mœtti, en fáir tókueftir hönum, því hann var
svo lítill og fátæklegur.
„Friður á jöröu og velþóknun guös yfir mfinnunum, “
hljómaði nú frá ótal kvrkjum ogkapellum senn. Friöboöinn
gekk inn í nœstu kyrkjuna. Innarlega á miðju gólfi stóð jóla-
tréð, skreytt ótal marglitum rafljósum og silfur glitböndum.
og blómum. A greinum þess héngu glitofnir smásokkar og
smá-körfur fullar af alls konar varningi, sem gleður barnanna
hjörtu. Uppi á söngpallinum stóöu 12 ungar stúlkur og sungu
jólaljóð. Allar voru þær hvítklæddar, sem tákna skyldi
sakleysisins og æskunnarhátíö. Fyrir altarinu stóð presturinn
og prédikaði. , ,friöur á jörðu og velþóknun guös yfir mönnun-
um. “ Friöboöinn litaðist um, gegnum svip mannanna barna
las hann sálir þeirra, og nú brosti hann blíðlega, því á þessari
stundu voru Hestir glaðir. Þeir höfðu skilið sorgir og áhyggj-
ur viö sig stundina þá. Margra gleði á þessu augnabliki var
sú sannasta og helgasta sem manns sálin á,—gleði, sprottin af
ineðvitundinni um að gleðja aðra. Þar voru þó nokkrir, mitt í
helgi jólanæturinnar, sem bjuggu ýfir heiftrœknu hugarfari og
notuðu tækifœrið til að skaprauna írnynduðum óvinum með
skoplegum gjöfum. Friöboðinn sá það og hryggðist við. En
margir, margir höfðu líka gjörsamlega gleyint sjálfum sér.