Freyja - 01.12.1907, Page 37

Freyja - 01.12.1907, Page 37
X. 5- FREYJA 133 þegar þeir deildu sínum litlu efnum með vinum sínum og skyidmennum, og þegar gjöfunum var útbýtt, voru þeir hinir sömu ánœgöastir allra, þó enginn minntist þeirra, og þá varö hjarta FriSboðans snortið af ást til mannanna barna. Að lokinni messu og útbýttum gjöfunum fór F'riðboðinn út og leit yfir hópana, sein komu út úr kyrkjunum og sá þá smækka þar til allir voru horfnir—komnir heim. Þá gekk hann aðstórhýsi einu, þar voru lúðrar þeyttir, trumbur slegn- ar og sálmar sungnir. Einnig þar var manngrúi mikill saman kominn, menn og konur, börn og gamalmenni og flest var það fátœklega til fara. Þetta voru líka fátæklingar ogallsleysingj- ar þeir, sem sáluhjálparherinn hafði safnað að borðumsínum. Þegar fólkið hafði matast, bændi það sig ogþakkaði guði og góðum mönnum þessa einu máltíð, þó margt af því vissi ekki, hvar eða hvernig það myndi fá þá næstu. Og þó býr þetta fólk í allsnœgtalandinu, þar sem enginn þarf aö svelta ?! Aö lokinni máltíð stóð fólkið upp, fór út og dreiföist í smækkandi hópa er hver fór heim til sín, En hvílík heirn- koma! Víða enginn hiti og ekkert ljós —lítið af öllu, ekkert af mörgu því er menn þarfnast. Hópar aí fólki kássuðust í litlu og lélegu húsnœði, stundum einu einasta herbergi til að spara sér ljós og eldivið og húsaleigu. Og þó stóðu auð hús hér og þar um allan bæinn. Fólkið sem fyrir strndu síðan fcerði guði þakkir, skalf nú af kulda, því nóttin var köld — mikils til of köld til að hafa ekki eldivið. Fölleitar hold- grannar, skjálfandi konur hjúfruðu brjóstbörnin að sér og nærðu þau á þeirri einu fœðu sem þau höfðu enn þekkt, þó þau vœru upp að því árs-gömul eða jafnvel meir, því ruður þœr, sem mannfélagið lætur þessum olnbogabörnum sínum í té eru ekki vel fallnar til ungbarnaeldis. En samt hrópar heimurinn: Fleiri börn! Fleiri börn! Gefið oss fleira fólk! Og þó svelta mœðurogbörn, en örvita feður berjast um at- vinnuna og hrifsa brauðið hver frá annars munni—molana, sem detta af borðum þeirra ríku Frá þessari sjón sneri Friðboðinn hryggur í huga og fór út á göturnar. Enn þá bergmáluðu orðin: ,,Friður á jörðu og velþóknun guðs yfir mönnunum. “ Annars var allt hljótt og

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.