Freyja - 01.12.1907, Blaðsíða 38
134
FREYJA
X. 5-
kyrrt og fri5ur guös umvaföi vesalings jörðina meö sorgarleik-
um hennar. Stjörnurnar tindruöu á bláhveli himinsins, ís-
perlurnar glitruðu í snjónum og rafljósin upplýstu mann-
lausar göturnar. Friðboöinn leið yfir borgina og leit inn á
heimili mannanna barna. Hann sá auö og örbirgð, sorg
og gleði skiftast á. Þeir ríku hrósuðu happi yfir því, að vera
í allsnœgtalandinu, þar sem enginn þyrfti að svelta. Borð
þeirra voru hlaðin dýrindis réttum. Þeim til hægri handar
sat Gleðin. Þeir hrósuðu sér af forsjálni sinni og þökkuðu
guði fyrir ,,að vera ekki eins og aðrir menn,“—-eins og þessir
fátceku ræflar, sem ekki kynnu að sjá sér farboröa —eða, sem
guð neitaöi um blessun sína sökum synda þeirra. En á bak
viö þessa menn sátu vættir tvœr er menn nefna Sjálfsþótta og
Ágirnd og glottu.
Héöan fór hann dapur í bragði og kom í hús fátækling-
anna, ekknanna og munaðarleysingjanna. Fólksins, sem leið
bœrilega, og fólksins, sem var of stolt til að kvarta, sem með
allri sinni atorku hrökk ekki til að fylla sínar bráðustu þarfir,
en bjó að sínu litla - Höfðu hinir ríku minnst þeirra? Hví
skyldu þeir gjöra það í allsnœgtalandinu, þar sem enginn þarf
að svelta? Friðboðinn sá fátæklega blaðadrenginn yla hálf
frosna fætur við kulnandi glæður, meðan móðir hans deilir ást-
ríkum höndum milli fjögra hungraðra munna árangrinum af
erfiði hans. Á ótal heimilum sá hann örbirgð, sem engir vissu
af nema þeir sem streyttust gegn henni. Áótal heimilum var
sorg, sem engir fundu til nema þeir einir, sem hana báru.
Þeirfátœku og sorgmœddu draga sigíhlé, en yfir sorgarstunur
og eymdarvein steig glaðværð jólahátíðarinnar og mitt í henni
hljómuðu orðin: ,,Friður á jörðu og velþóknun guðs yfir
mönnunum!“
Á vængjum inna titrandi norðurljósa, gegnum tindrandi
stjarnanna grúa, upp að hástóli hins alvalda guðs og sonar-
ins sveif Friðboðinn, til að skýra frá því, sem fyrir hann hafði
borið í höfuðborg allsnægtalandsins. Þá hryggðist sonurinn,
laut höfði sínu og sagði:
,,Svo það er enn þá ekki fullkomnað!“
BrynhIldur.