Freyja - 01.12.1907, Síða 40
136
FREYJA
X. 5-
Kvennfólkiö var í eldhúsinu að baka jólabrauöiö, kleinur,
lummur og laufabrauð. Við fengum fyrir náð að skera út
laufabrauðiö, en vorum nú búin aðþví. og þess vegna langaði
okkur til að vera í eldhúsinu, enda var þar ljós en allstaöar
annarstaðar dimmt, þó var klukkan enn þá ekki fjögur. Eg
býst við að ykkur þyki það skrítið, að það skyldi vera komið
myrkur svo snemma dags, en svo var það þó. Myrkriö er
æfinlega. langt í skammdeginu um jólaieytið á Islandi, þó bæri-
iegt sé veður, en svo mikið lengra þegar það er siasmt. Og í
þetta sinn var útsynnings bleytu hríð. Stundum rofaði til í
lofti og birti þá ögn inni. En þegar élin dundu yfir varð þreif-
andi myrkur, enda klesstist snjóbleytan á gluggana og fylltiþá.
Okkur börnin langaði til að vera í eldhúsinu kringum
ljósið og stúlkurnar, en okkur var gefin sfn kleinan hverju og
sagt að fara upp á loft svo við vœrum ekki íyrir. —I þá daga
vorurn við svo oft fyrir. Jœja, við fórum þó inn. Eti hvað
við hlupum inn svörtu, löngugöngin, því nú var allt fullt af
grýlum og jólasveinum, og allt það hyski sat um að ná í börn-
in, eða svo var okkur sagt. Reyndar var erindi jólasveinanna
mest að kraékja íhangikjötið upp úr pottunum á Þorl.messu-
kvöld. Samt vorum við hrædd á þeim og hrœðslan greip okk-
ur œfinlega þegar við fórum inn göngin í myrkrinu. Þess
vegna var um að gjöra að vera á undán, að þessi óaldarlýður
var œfinlega á eftir okkur, eða svo fannst okkur það.
I þetta skifti var ég seinust, eins og reyndar oftar, enda
var ég yngst. Eg var ekkert að ásaka þau systkini mín fyrir
að fara á undan mér, ég hefði þá gjört hið sama hefði ég get-
að, En mér leið illa þennan litla sjöl, því mér fannst ótal
krumlurá lofti til að grípa mig við hvert fótmál. En þegar
við vorum komin upp áloftið, var okkur borgið, þar drógum
við okkur út í horn og sögðum hvort öðru sögur um grýlur og
jólasveina. Það var eðlilega umtalsefnið. (Framh.)
Borgunarlisti þessa mána'öar kemur í næsta biaði.