Freyja - 01.03.1908, Síða 1

Freyja - 01.03.1908, Síða 1
Ritstjóri: Margrjct /. Bcnedictssou. X. BINDI | MARZ 1908. | NR. 8. Tíðavísur. Svo nú er hann genginn sá gadd-leysu vetur, meö gœf-viöra ólvfjan —því fer nú betur! Tóm glýja var hjóm-geislinn hlýinda snauði og heldofi frost-þelinn blá-doöa rauði, það var hvorki gróður né greftraður dauði. Um marfiatar sléttur og hrís-brekkur háu öll hálf-velgja og kvillar á berangri lágu. Og andrúmsloft fúlnaði af haust-dauða í högum, sem hálf-trúuð skáldsaga af guðspjalla-sögum og almennings siðir af afturhalds iögurn. Hver pest sat urn heilsuna hrjáði ’ana og skerti. Hver hreyfingar-blœr sem að jörðina snerti lét sóttnæmis reimleikann rjúka á fœtur um rotnaða gras-tó og vatns-ýldu glœtur— allt heilbrigt varð blindandi hrœ-eiturs ætur. Það smaug inn um lokaða veggi sem vofa, það viðraði um úti-loft, hallir og kofa, það stóð eins og legíó óheilla anda og ósýnilegra til beggja manns handa, að ráðast á höggstaði hreystinni að granda.

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.