Freyja - 01.03.1908, Síða 7

Freyja - 01.03.1908, Síða 7
X. 8. FREYJA 191 Börn eru barin til óbóta á alþýöuskólunum af kennurum sínum, og fólkiö þegir. Lögreglan myröir hvern manninn á fætur öörum, henni líöst það. Blööin bergmálanöfn og heim- ili fallinna kvenna, og þær eru dregnar fyrir lög og rétt, en skálkunum sem feldu þœr er hlíft, jafnvel þó lögreglan viti vel um þá og aö þeir séu margsekir. Með öðrum orðum, þeim sem rangindin líöa er hegnt, en þeim seku hlíft. Þetta ’skeður rejmdar oft, en kom þannig fyrir hér í'Winnipeg í vet- ur að Islendinga mœtti minni til reka. Þetta eru hinsorglegu tákn tímanna, tákn er sýna að Winnipeg sé á hraðri leið að komast í tölu stórborganna í fleiru en mannfjölgun og velmegun. Hinna lakari einkenna gœtirað sama skapi meira. Fólkið sér margt af því en þeg- ir, og vonar móti von að eínhver leiðrétti það, eða að þeir sjálfir sleppi að minnsta kosti, ef þeir einungis fari nógu var- lega. En vitið þér, sem í dag sjáiö náungann líða rangindin, og finnið máske til fyrir hann, en fyrir hræðslu'eða hagsmuna sakir gangið þegjandi framhjá, vitið þér, vinir mínir, nema það verði þér s jál fi r, sem líðið á morgun eða máske nœsta dag, önnur eða sömu rangindi af hendi þeirra sömu manna semþér með afskiftaleysi hjálpið til að misbjóða minni mátt- ar bróður eðasystur? Rangindi, sem einusinni eru liðin fyrir meinleysi, vináttu, eöa hverja aöra ástœöu, endurtaka sig áreiðanlega aftur og marg hefna sín sjálf. ------o------- Margir viija láta hæla sér fyrir þolinmæði, þegar þeir eru að eðlisfari svo latir, að þeir ganga með afturluktum augum, svo að þeirhvorki þurfi að hæla því sém gott er og fagurt, eða. finna að hinu, sem illt er og ljótt, —W. J. Mamma, sem kemur heim frá kyrkjunni:— ,,Nei, bless - aðnr Jonni, farðumeð hjólið þitt aftur fyrir húsið. Þú mátt ekki leika þár fyrir framan það á sunnudag!" Jonni:— ,,Er þá enginn sunnudagur fyrir aftan húsið, mammaí"

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.