Freyja - 01.03.1908, Page 21
X. 8.
FREYJA
205
Ea,rn.a,^:ró- t
flS \»
(jjs
(Niður)ag frá sfðasta jðlablaði.)
Við gleymduni myrkri og myrkfælni meðan ásögunum stóð
og tíminn leið óðfiuga. Það var eins og hann fengi æfinlega vængi
þegar einhver fór að segja sögur. Rökkrið varð svo vinsamlegt
og lágu rúmfietin urðu að konungahöllum. Oftast átti einhver í
sögum þessum undurbágt. Fögur konungsdóttir var numin brott
og sat sorgmœdd í trðllahöndum, þangað til einhver hugrakkur
sveinn frelsaði hana með hjálp vinsamlegra dverga eða vætta og
var þess sjaldan langt að bíða. Fékk sveinn sá vanalega kon-
ungsdótturina og konungsríkið með, að Iaunum fvrir hugrekki sitt
og karlmennsku.
Við höfðum víst setið all-Iengi undir sögum þessum, þegar við
tókum eftir umgangi framini í baðstofunni. Þaðvoru piltarnir að
koma inn frá því að hirða búpeninginn. Þeir voru fannbarðir frá
hvirfli til ilja —höfðu lent í einu élinu á leiðinni frá húsunum.
í þá daga þekktust ekki olíulampar á íslandi, heldur voru það lýs-
islampar úr eir eða kopar og höfðuþeir verið fægðir fyrir jólin,
eins og venja var til svo nú gljáði á þá alla. Lamiiar þessir voru
opnir með fram-mjó nef, í þeim voru fífukveikir og þorskalýsi og
á þessu logaði. Lömpunum var stungið í staf á milli stafgólfa í
miðri baðstofu. En stafgólf var rúm-lengdin og oftast tvö rúm
í hverju stafgólfi sitt undir hverri hlið. En rjáfrið í baðstofunni
mjókkaði alla leið frá rúmunum upp í mæni. Oft voru þver-bitar
í baðstofunum og leit þá mænirinn út eins og upphafs-s'tafurinn A
í latínuletrinu, en án bitanna eins og þetta V á höfði.
Svo vorum við hugfangin af sögunum að við gáfum okkur
ekkert að umganginum, enda vissum við, að okkar tími var enn
ekki kominn, með öðrum orðum, að mamma cða vinnukonurnar
myndu kalla á okkur þegar þær kæinust til að klæða okkur.
Samt vorum við nú heldur að ókyrrast. En allt í einu heyrðust
skruðningar miklarog svo óttalegir hvellir, og í sama vetfangi brá
fyrir Ijósi svo björtu, að albjart varð í baðstofunni og við þoldum
ekki í móti að horfa. en týrunnar á lampanum gætti alls ekki.
Þetta varði skemmri tíma en þarf til að segja frá því, en það kom