Freyja - 01.12.1908, Page 2
98
FREYJA
V O R .
[1908.3
Sólskins flóð,
það fyllir nú heiminn með ljómandi ljóð,
og langt að úr geiminum bláá
það barst yfir bólstrana háa.
En það lag!
Eg trúði því naumast svo töfrandi lag
frá tilveru-strengjunum rynfii,—
í ljósgeislans litskrúði brynni.
Ekkert kíf
En syngjandi unun og yrkjandi líf.
Og ástina og æskuna bjarta,
sér vorblíðan vefur að hjarta.
Sunnanblær!
svo glaður og kátur, ég heyri þú hlœr
í gáruðum glitskýja-tjöldum
og glampandi vatnanna öldum.
Syng þú stillt.—
Hvert einasta daggtár er geislunum gyllt.
og sál vorsins brosir frá blöðum
á bjarkanna grœnkandi röðum.
Gróðrarmögn,
frádauðanum köldum og kveljandi þögn,
með broti Og eyðingu ísa,
ins unga vors rísa.
Kkistinn Stefánsson.
XI. 5