Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 6
102
XI. 5
FREYJA
en elsti maöurinn hristi þegjandi höfuðið, eins og vildi hann
^egja, að það vœri enn ekki fulireynt. Með það fór hann
einnig að moka.
Viku seinna fengu þessir tveir sakamenn í þóknunarskyni
fyrir góða hegðun, að fylgja vini sínum nr. 1822, sem einnig
fríaðist við tíu mánaða fangavist af sömu ástæðu, út að hlið-
inu um leið og hann fór. Fangabúningur hans var farinn og
hann kominn í sín eigin föt frá fyrri tímum. Yfirvöldin höfðu
farið með hann gegnum allar þœr serimoníur, sem því fylgja,
að sleppa ófrjálsum manni inn í mannfélagið aftur. Þau höfðu
árnað honum góðs, því hann hafði unnið sér allra hylli með
;geðprýði og góðri hegðun. Loks fylgdu þessi tveir vinir hans
honum útað hliðinu á girðingunni sem umkringdi fangahúsið,
ásamt tveim vörðum, sem bœði fóru til aö opna það fyrir
honum og loka því fyrir félögum hans. Nú kveið hann mest
íyrir að sjá aðra og láta aðra sjá sig, og það svo mjög, að hann
nötraði eins og storm-barin hrísla og kaldur sviti sprátt út á
enni hans, þegar hann kvaddi þessa vini sína, sem nú stóðu
■ við hliðið og horfðu á eftir honum.
Um leið oghliðið opnaðist og sólin skein inn á hið skugga-
lega svið mannlegrar eymdar og örvœntingar fannst nr. 1822
■nýtt iíf streyma um sigallann við þessa óvœntu kveðju frá
hinni ytri veröld. Svo hrifinn varð hann að hann var í þann
veginn að taka undir sig stökk og hlaupa burtu frá fangahús-
inu og endurminningum þess, þegar hann tók eftir sjálfhreyfi-
vagni skammt frá hliðinu, og í sætinu bak við ö.kumanninn,
aldraðri konu með stálgrátt hár og alvarlegt andlit, sem sorg-
in hafði sett innsigli sitt á. Tignarleg eins og til forna opnaði
hún sjálf dyrnar fyrir týnda og afturfundna syninum ogsagði
rólega:
,,Komdu, sonur minn. “
Eins og dreginn af ósýnilegu afli fcerðist hann að vagn-
inum, hallaðist upp að dyrunum, greip eins og drukknandi
maður í útrétta hönd hennar og sagði með skjálfandi rödd:
,,Móðir!“
Svo varð löng, voða þögn. Drættirnir í andliti gömlu