Freyja - 01.12.1908, Qupperneq 11

Freyja - 01.12.1908, Qupperneq 11
XI. 5 FREYJA 107 gæSum heldur en margar heiðarnar á íslandi. AS þvi enduöu kemur landslag, sem er fagurt á köflurn, lágar hæöir meö skógi, ökrum og engjum á milli, en þegar austur aö hafinu dregur, veröur landslagiö aftur grýtt og hrjóstugt. í framtíöinni verö- ur efalaust Miö- og Vestur-Canada þéttbygjjðasti hluti landsins. Þaö er ekki hætt viö, að við Vestur-íslendingar gleymum áö viö búum í brezkri nýlendu. Viö höfum mikiö dálæti á flestu því, sertl enskt er, enda hefir ekki veriö sparaö aö halda þeirri skoöun aö okkur aö það, sem af enskum rótum sé runn- iö, sé okkur hollara en allt annaö. Aö vísu hafa þeir, sem þykj- ast vita þetta, ekki æfinlega mikla þekkingu, hvaö andlegu og menningarlegu lífi þjóöarinnar viövíkur. Þaö stingur mjög í stúf við þenna hugsunarhátt aö hitta fyrir menn, sem eru fædd- . ir og uppaldir í Canada og geta ekki talað ensku. í Austur- Canada er fólkið tvískift, þar er annar helmingurinn enskur, hinn frakkneskur. Frakkar námu þar fyrstir land, og má segja on þá, “aö lengi lifi í gömlum kolum”. Líklegt er a,ð canadisku þjóðinni sem heild stafi engin heill af þessum tvískiftingi, en hann sýnir að minnsta kosti það, að ekki er nauðsynlegt að aör- ar þjóðir leggi strax niöur öll sín þjóðareinkenni í sínu nýja heimkynni. Allir vita, að mesti fjöldi fólks flytur árlega til Canada, en fáum dettur víst í hug, að margir flytji frá Canada árlega. Þó er því þannig variö. Á haustin fer margt af enskum innflytj- endum heim til Englands, sumir alfarnir, og aörir til að koma aftur með næsta vori. Eg átti tal við nokkra, sern voru á leiö heim til Englands. Sumir þeirra höfðu fátt gott um Canada að segja, og kváöust mundu þangaö aldrei aftur fara, aörir létu vel af hag sínum þar, og ætluðu aftur vestur. “Sínum aug- um lítur hver á silfrið.” Það fyrsta, sem maöur sér af Englandi, þegar maður stíg- ur fæti á land í Liverpool, er hvorki fagurt né aðlaðandi. Liv- erpool er þvínær eingöngu verzlunarbær. 1 fiámunda við höfn- ina er ekkert að sjá nema hafskipahryggjur og vörugeymsluhús. En strax þegar út fyrir bæinn kemur, fríkkar útsýnið. Sveita-

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.