Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 12

Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 12
108 XI. 5 FREYJA hérööin á Englandi eru ljómandi falleg. Akrar og garöar, -engjar og skógar, hæöir og dalverpi, og hér og þar reisuleg stórhýsi, alt þetta flýgur fram hjá þar sem maöur situr og horf- ir út um vagngluggann. Yfir nýslegnum ökrum og engjuni hvílir hiu kyrrláta haustfegurö, sem eins og hreiöir blæju friöar -og sælu yfir héruöin. En öll þessi sveitafegurð hverfur sjónum um leið og lestin rennur inn í stærstu borg heimsins, Lunclúnaborg. Ég ætla ekki að reyna aö lýsa Lundúnum, því þó eg stæði þar við tvær vikur, ,sá ég að eins lítinn hluta alls bæjarins. Þar eru margar frægar byggingar, svo sem parliamentshúsið, Pálskirkjat:, Westminster Ab.bey og fleiri. Sumar þeirra eru gamlar. Elzti hlutinn af Westminster Abbey er frá tólftu öld. í þeirri kirkju eru margir af frægustu mönnum Englands grafnir, og má lesa nöfn þeirra á gólfinir yfir gröfum þeirra. Á meðal þeirra, scni nýlega hafa veriö lagðir þar til sinnar síðustu hvíldar, eru: Gladstone, Darwin, Huxley og Kelvin lávaröur, sem allir eru heimsfrægir, þrír hinir síöasttöldu fyrir vísindalega starfsenu, og sá fyrsttaidi sem stjórnmálaskörungur. Einhver hin merki- legasta stofnun í Lundúnum er Brezka safnið svo kallaða fBrit- ish Museu.mý. Þaö er hiö stærsta safn sinnar tegundar, sem ti1 er í heirni. Munir frá öllum öldum og löndum, er sýna lifnað- arhætti þjóðanna, eru þar saman komnir. í einni deild safnsins • eru sýndir tinnuhnífar, steinaxir og krotuð bein, sem tilheyröu hellrabúum þeim, er byggðu Norðurálfuna fyrir ísöldina, og löngu áöur en sagan um sköpun heimsins í fyrstu Mósesbók varð til. Á öðrum stað má sjá leifar hinnar einkennilegu sið- menningar Forn-Egypta. Þeir skrifuðu myndaletur sitt á alla hluti. Líkkisturnar, sem hinir dauðu voru lagðir í eftir að þeit höfðu verið smurðir til aö verja þá rotnun, voru skreyttar með myndum, sem táknuðu helztu æfiatriði Ihins framliðna. Af jþessum smurðu líkum, múmíum, eru mörg í safninu, og hafa þau varist rotnun svo vel að léreftið, sem þau voru nipprunalega vafin í, er þvínær óskemmt. Egypzka iistasmíöið, ásamt hinu babýlonska og assýríanska, er klúrt ög ónáttúrlegt i saman-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.