Freyja - 01.12.1908, Page 13

Freyja - 01.12.1908, Page 13
XI. 5 109 F REYJA burSi viS hið gríska. Eins og Forn-Grikkir báru höfuö og heröar yfir Austurlandaþjóöirnar í heimspeki og skáldskap, sköruðu þeir langt fram úr þeim í listfengi og tilfinningu fyrir hinu fagra. Hvergi í heiminum hefir háfleygi andans og hag- leikur handarinnar komizt á jafnhátt stig og í landi Platóns og Eidiasar. ÓvíSa mun mismunur á ytri kjörum manna vera jafn- átakanlega mikill og í Eundúnum. FaS er eins og aS fara úr einum heimi og í annan aS fara úr einum enda bæjarins í hinn. í öllum stóríborgum er fátækt og. skort aS finna, en eyrndar- og vonleysisblærinn, sem skín út úr andlitum fátæklinganna í aiust- urenda Lundúnaborgar, er alveg sérstakur. ÞaS er eins og hinn síSasti neisti manndómslegrar sjálfstæSistilfinningar sé útkuln- aSur í sálurn þeirra. Eins og knunugt 'er, er atvinnuleysi hiS mesta á Englandi núna, og kjör vinnulýSsins því sérlega bág- borin. Stjórnin hefir veriS beSin um aS bæta úr, en hún getur lítiS gjört. England eySir mörgum miljónum árlega til aS auka herútbúnaS sinn til þess aS standa þar jafnframarlega og hin stórveldin. Væri þaS fé notaS til aS bæta kjör fólksins, mundu fáir þurfa aS líSa skort, þrátt fyrir slæmt árferSi. Stjórnin, sem nú er viS völdin á Englandi, virSist ekki vera mjög vinsæl, og margir spá henni falli. Lítill efi er á því, ,-aS sumt, sem aukiS hefir á óvinSældir hennar, eins og t.d. áfeng- issölu-frumvarpiS, er í sjálfu sér til góSs fyrir landiS og þjóS- ina. Þeir, sem Ibúa til og selja áfengi, kvarta hástöfum undan óréttlæti stjórnarinnar, vegna þess, aS ef aS frumvarpiS verSur :aS lögum, verSur dálítiS þrengt aS rétti þeirra, sem hingaS ti1 'hefir veriS miklu rýmri íheldur en á sér staS í flestum öSrum löndum. ÞaS er einkennilegt, hvaS tvær hinar langstærstu óá- uægjuyfirlýsingar, sem gjöröar hafa veriS á Englandi á þessu ári, eru óiíks eSlis. Sú fyrri var til að krefjast meiri réttinda fyrir konur, sú síSari til aS andmæla hinu nýja lagafrumvarpi um áfengissölu. BeiSnin var um aS afnema ófrelsi, sem er eft- irstöSvar þeirra tíma, er maSurinn þekkti hvorki menntun né siömenningu, mótmælin voru gegn ofurlítilli takmörkun á einni

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.