Freyja - 01.12.1908, Qupperneq 19

Freyja - 01.12.1908, Qupperneq 19
XI. 5 F REYJA 115 Sólin var aS hnxga bak við drungalega snjóskýjabólstra, sem risu yfir vestarbrún sjóndeildarhringsins. Hinir daufu kvölgeislar titruSu á hinum ósléttu brúnum, er risu við austur yfir öldumyndaðar snjósléttur, er lágu fram undan hinum e'in- fara göngumanni og fyrir hans augum virtust langar—hræði- lega langar. FerSamaSurinn leit til vesturs. Sikammdegissólin var hnigin. ÞaS var eins og gneistaflug leiftraSi um hinn kvik- lega illviSrábakka, er líktist tröllslegum jökul-fjallgarSi, með eldgjósandi gígum, en svo döfnuSu ljósöldurnar og hurfu aS lokum út í hinn ómælanlega eilífSargeim. Hinir kolgráu ihríSarklakkar risu hærra og hærra, og út- litiS varS hiS ískyggilegasta, því fram undan ferSamanninum var nærri því hálf þingmannaleiS af óbyggS, og hann nær þvi aSfram kominn af þreytu. Kvöldinu áSur hafSi hann lagt-af staS aS sækja meSöl handa konunni, sem hann unni hugástunu Þau áttu viS erfiSan kost aS búa aS ýmsu leyti, eins og svo margir fleiri á föSurlandi voru. Bærinn þeirra var næstur ó- byggS og ekki annaS heimilisfólk en þau hjónin og þrjú börn þeirra. HiS elzta var drengur fjórtán ára, þegar hér var kom- iS, og aS kalla önnur hönd föSur sín's, því hann var stór og sterkur og hinn giftulegasti eftir aldri. En aS senda hann þessa löngu leiS um hávetur, yfir fjöll og firnindi, var ekki ura

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.