Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 20

Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 20
116 FREYJA XI. 5 a8 tala, hann varö aö fara sjálfur, og því var hann staddur þar sem hann var. Á jólafcstunni hafði heftug veiki gengiö um sveitina, og hingað og þangað skilið eftir skörð, er áður voru skjöldum sköruð. En þó sýki þessi skildi eftir í hyggðinni mörg svíðandi sorgarsár, þá. samt varð hún til góðs að því leyti, að hún kenriii fólkinui að til var þekking ög meðöl, er þessi mannskæða sýki lét undan. Við næsta kaupstað var ungur læknir, sem tekizt hafði að lækna alla, er hann kom til nógu fljótt. Hann fór heldur ekkert dult með það, hann sagði það væri skömm að því, að láta fól'kið deyja úr þessum sjúkdómi, að eins mættu menu ekki draga það að leita til sín, því þá gæti hjálpin komið of seint. Nóttina fyrir Þorláksmessu veiktist konan hastarlega. Veikin hagaði sér líkt þeirri, sem gekk í sveitinni. Þ'að varð að leita læknis, hann sagði drengnum hvað gera skyldi og lagði rikt á við hann að láta ekki kindu-rnar út á aðfangadaginn þó jörð væri. Sjálfur lagði hann af istað á áliönum degi. Veður var heiðskírt og gangfæri hið bezta og tunglið um fyrstu kvart- élaskiftin. Hann var fæddur og uppalinn þarna við heiðarnar, og þekkti hvern mel og hól á allri hinni löngu leið. Hann var hraustur og hafði verið fyrirtaks göngumaöur á yngri árum, en var nú farinn að gefa sig, þó hann vildi ekki láta á því bera. Hann hafði gert ráð fyrir því, að verða korninn heim aftur um miðjan dag eða litlu seinna. En þegar til læknisins kom, var hann að heiman. Svo varð hann að bíða meir en eikt, og því var það um dagsetur jólanæturkvöldið, að hinn einfara göngumaður var langt frá heimili sínu umkringdur af nátt- myrkri og sæþakinni óbyggð. Hann var orðinn úrvinda af þreytu, fjör og þol hinna beztu ára var farið að gefa sig; hann varð að viðurkenna þau sannindi, að hann hafði ekki úthald til aö hlaupa við fót sólar- hringinn út, eins og þegar hann var um tvítugt. En aldrei á æfinni hafði honum legið meira á þoli og þrautseigju, en einmitt uú. Meðölin, sem hann var viss um að mundu veita konunni

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.