Freyja - 01.12.1908, Síða 22

Freyja - 01.12.1908, Síða 22
118 FREYJA XI. 5 hans, að nákaldur súgur þrengdi sér gegn um líkamann. Hann hafði aldrei fundið til nokkuð líkt þessu áður, það var enginn verkur í líkamanum, en liann var úrvinda af þreytu og hungri — þreyttari. en -hann hafði verið nokkru sinni áður um dagana. En svo var hann nú kominn heim á bæjarásinn, hann svipaðist um eftir einibúanum; það var 'bjargdrangi, sem stóð á melás um rétt fyrir ofan bæinn, og mændi tvær til þrjár mannhæðir yfir aöra. kletta þar í grenndinni. Jú, þar stóð hann, svartur og ógnandi fá fet til hliðar. Undir þessum kletti bafði hann leikið sér á morgni æskunnar, þegar hann þekkti hvorki sorg eða synd, og var svo sæil yfir auðlegð sinni, er saman stóð af hornum, sauðarleggjum og örfáum mislitum glerbrotum. En tíminn breytist, eða öllu heldur vér breytum'st, með fullorðins- árunum koma áhyggjur og áibyrgð, sem hvda þungt á herðurn vorum, og all-oft svo þungt, að byrðin fletur oss og fergir og heldur oss hreyfingarlausum meðan hafrót tímans veltir brim- þrungnum öldurn yfir oss og dregur oss með sér út .í djúpið, hið ómælandi gleymskunnar djúp, þar sem vér hverfum, meðan brimlöðrið þvær burto förin þar sem vér böfðum veitt hið síð- asta viðnám, háð hið síðasta stríð. Jafnvel þó vinur vor væri nær dauða en lífi af þreytu, þá dró hann sig fá fet til hliðar, íiær klettinum. Það voru svo margar inndælar endurminningar í sam'bandi við þennan stað, sem risu upp af rústum hins liðna og liðu með undra hraða gegnum sálu hans eða huga og virtust bera græðandi smyrsl á hinar sjúku og lömuðu tilfinningar hans. LJndir þessurn kletti hafði hann dreymt hina sælu ástardrauma, einmitt þarna var það, að konan hans elskuleg hafði í fyrsta sinn haldið höfðinu upp að brjósti hans og á huliðsmáli sálar- innar ta’að þau orð, sem gerðu hann sælan. Hve minnisstætl var honum það ekki! Meðan sumarsólin var að rísa yfir hafs- flötina, og varp yfir fjöll og hæðir purpuralitum s'krúða, en hin dimmbláu skuggadrög drógu sig í felur oní gilin og dalina, og blessuð lóan kom fljúgandi frá holtinu hinu megin við ásinn og söng óviðjafnanlega fagurt Hvílík breyting var orðin á honum! Nú kvaldist hann af þreytu, og þeirri hræðilegu óvissu — var konan hans lifandi?

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.