Freyja - 01.12.1908, Page 23
XI. 5 FREYJA 119
Hann sva aði sér með gegnumgangandi veini, hann hugsaíi
um ást hennar og bliðu, um alla henar sjálfsafneitun og livem-
ig hún hafði hvatt hann til framgöngu gegn önbyrgð og ervið-
Jeika á fyrstu frumbý'.ingsárunum. Það var hennar vegna, að
guð l afði blessað viðleitni þeirra og starfsemi, svo þau voru
nú komin i góð efni, en hvers virði voru efnin, ef hennar
missti við? Sú tilihugsun var honum óbærileg.
Síðnstu orðin, sem hún talaði áður en hann lagði af stað i
þessa ferð, hljómuðu nú r huga hans. Það var sama sjálfsaf-
neitunin. Hún hafði sagt: “Æ, farðu ekki þes-a hættuferð
mín vegna, ég skal heldur deyja, ef það er guðs vilji, með þá
meðvitund að þú sért hjá mér, heldur en þú hættir lífi þinu uin
hávetur, hvað verður líka uni börnin okkar, ef við skyldum bæði
deyja? Þú verður að ganga þeim i móðarstað, ef drottni þókn-
-ast að kalla mig héðan.“ Það voru fá augnablik, sem honum
kom til hugar að fylgja ráðum hennar og fara hvergi, — en var
,það ekki að vanrækja heilaga skyldu? Jú, um það gat honum
ekki blandast hugur, hann laut því ofan að henni og kyssti
hana um leið og hann innst í sálu sinni bað guð að geyma hana
-og varðveita.
Hann var nú kominn heim á túnið. Það hlaut að vera
komið miðnætti, því síðari partur leiðarinnar hafði sókzt svo
. seint vegna þreytu og náttmyrkurs. Snjórinn féll í stórum
flyksum til jarðar, því logn var enn að kalla mátti, en frá fjöl!-
•unum heyrðust stunur eins og þau væru að kvarta undan hin-
um vægðarlausu miðsvetrar illviðrum, sem veltu sér yfir þa.i
með þungum öldum snjós og grimmdar. En í litla bænum hans
var aHt hljótt. Hin mjallhvíta snjóiblæja lá yfir landinu eins og
flekklaus líndúkur. Hinar nær því óaðgreinanlegu ljósöldur
titruðu með veikum sveiflum og- stöðvuðust við hið lágreista
bæjarþorp, sem var mjallhvítt hið efra en veggir og standþil
dökkt. Þar virtust þær ummyndast í hvítar vofur eða svipi, er
hneigðu sig og tbeygðu fyrir hinum þreytta manni, en hann varð
ækki hræddur. Hann skildi þetta einfalda náttúrulögmál. En
svo var hann allt annað að hugsa en um faðmlög þessarra
skuggamynda. ,