Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 28

Freyja - 01.12.1908, Blaðsíða 28
124 XI. 5 F.REYJA En þá yröi hún álitin fallin stúlka. Hvaö gjöröi ])aö? Iiann kynni aö hata hana fyrir aö svíkja loforö sitt. En hvaö gjörði það? Var það ekki nóg, að hann afneitaði sínu eigin holdi og blóöi, þó hún gjörði þaö ekki líka? Hvað hafði hún annars verið að hugsa, meöan hún fór meö honum — gifturn manninum ? Hvað ? Ekkert — ekkert. Hixn bara elskaöi bannn. Eða, gjörði hún það? Þaö setti að henni grát. Hún skyldi ekki sjálfa sig. Hún ásakaði bann ekkert. Vissu þau ekki bæði fullvel, að þau vorn að fara í ógöngur? Hún eins og hann og hann eins og húu. Haföi llún annars vonast eftir nokkrum hlut frá hans hálfu ? Hún vissi þaö ekki. Vissi hún, aö hann var að steypa henni í glötun? Hún var sannfærð inn, að hann vildi ekki gjöra það. En hvaöa fyrirhyggju haföi hann borið fyrir afleiðingnn- um af verkum þeirra? — Þá, að losna við barnið. Hvað réöi þeirri fyrirhyggju? ,Ást til afkvæmis hans? Ást til hennar? Nei, nei. Heigulskapur, heigulskapur. Var honum ekki vorkunn? Myndu ekki allir veröa á móti honum, ef þetta kvi'saði^t? Myndi ekjlti / heimilisfriði hans 'verða lokiö ? Jú, vist ,var honum vorkunn.—En heigulskapur var það samt. Og hvaða rétt hafði hann til-að reyna að svifta barnið þeirra móð- uramhyggju og móöurást, þó hann þyrði ekki aö láta því í té föðurlega umhyggju? Vera má aö ;hann eins og hún hafi ekki hugsað mikið um það, sem enn þá var fjarstætt og ósýnilegt. Var honum ekki vorkunn, fyrst hún, ynóðirin, var svona auð- leidd ? Það fór hrollur um hana alla og kaldur sviti rann niður eftir bákinu,'óg séttist að í mjóhryggnum. Þar fannst henni han.n gripa sig ’heljartaki og setjast að. Hún tók að skjálfa ákaft.., Hugsaniilnar, sem áður voru vakandi og flugu með lrana um liðinn og ókomna tímann, sljófguðust óðunr. En samt var hún aö berjast viö að hugsa, — hugsa ráð til aö eiga og vinna sjálf fyrir litla barninu þeirra. En þá fór allt ,á ringul-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.