Freyja - 01.12.1908, Síða 33
XI. 5
F REYJA
121!
■ -.-'• - --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- - -- ...............................................................\
m
%
■& BARNAKRÓIN. $• #■ ■*
Sælla er aö gefa en þiggja.
Börnin mín góð! —Sagan sera ég ætla að; segja yður er ekki
löng, Það er kafii úr æfisögu fornvinu okkar, Helgu.
í kyrkjunni hafði verið haldinn aftansöngur að vanda. Nú
var farið að útbýta gjöfunura. Þær voru margar og misjafnar,
suinar nyt.sainar, íleiri glingur. En hvort sein þær kostuðu gefand-
ann mikið eða lítið, lá verðmæti þeirra í augum þiggjandans
aðallega í velvildinni, sem knúði þær frarn.
Nokkrir voru þeir eins og vant er sem fóru á mis við allar
gjafif, sörstaklega eldra fólkið, sem búið var. að missa. alla sína á
einn eða annan hátt. En forstöðunefnd jólatréssamkomunnar sá
um að engin börn færu þaðan án þess að fá poka eða sokk með
brjóstsvkri í, að minnsta kosti.
Margra augu voru þar þó tárug, eins og oft vill verða. Það
voru helzt börn, sem söð höfðu ýmsa þar fá ríkmannlegar gjafir,
enkanlega börn og vini efnaðra fólksins. Þau voru fiest of ung
til að skilja, hvers vegna þau ættu að vera ánægð með fáeina brióst-
sykurmola og að sjá hvað hin fengu, — sjá Jóladýrðina fáein
augnablik, en njóta enkis af henni.
Þau höfðu enn ekki lært að skilja hvers vegna þau ættu að
vera þakkiát fyrir tilveru, sem sýndi þéim svo margt fagurt og
gott, en veítti þeim svo lítið.
í þetta sinn voruþessi börn samt fá, En fram í horni sat
gömul kona. Þar hafði hún æfinlega setið síðan Helga fyrst
fór að koma þangað, æfinlega hýr og glaðleg ef einhver yrti á
hana, en fátæklega til fara, og æfinlega ein —alein sins líðs, En
hún átti einhverntíma mann, var hann að líkindum dáinn fyrir
löngu, hafi hún átt börn, voru þau annaðhvort farin eða dáin líka.
Eins ogeinmana tré sem hvirfilbilurinn hefir skilið eftir, hálf svið-