Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.04.1979, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 11. apríl 1979 —helgarpásturinn.- _____he/gar pásturinn._ Útgefandi: Ðlaðaútgáfan Vitaðsgjafi Rekstur: Alþýðublaðið Framkvæmdast jóri: Jóhannes Guðmundsson Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Hafsteinsson Blaðamenn: Aldis Baldvinsdóttir, Guöjón Arngrimsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmundur Arni Stefánsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason. Auglýsingar: Ingibjörg Sigurðar- dóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars son Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu múla 11, Reykjavík. Sími 81866. Af greiðsla að Hverfisgötu 8 — 10. Simi: 81866 og 81741. Prentun: Blaðaprenl h.f. Áskrift (meö Alþýðublaðinu) er kr. 3000 á mánuði. Verð í lausasölu er kr, 150 eintakið. Leiðar- Ijósið Ég hef alla tíð verið á móti leiðurum. Alveg frá því ég var polli hefur orðið „leiðari" á einhvern hátt tengst orðinu „leiðinlegur" í minni vitund. Mér hafa sumsé leiðst leiðarar. A sparimáli eru leiðarar blað- anna kallaöir „forystugrein- ar”. Þaö merkir væntanlega aö leiöurum sé ætlaö forystuhlut- verk i skoöanamyndun. Þeim er ætlaö aö hafa mótandi áhrif á les- anda eöa hlustanda. Þeim er ætl- aö aö vera leiöarliós. Alla tiö hef ég vorkennt ritstjór- um blaöa sem á hverjum degi þurfa aö hafa einhverja bévaöa skoöun á einhverri bévaöri dell- unni i þjóðlifinu eöa heimsmálun- um eöa allra handa eiliföarmál- um eins og veröbólgu og reyk- ingavörnum. Vorkennt þeim aö þurfa aö skrifa á hverjum degi ár eftir ár frasa, eins og „stuöla ber að þvi”, „stefna þarf aö þessu”, „vinda þarf bráöan bug á hinu”, auk þess sem þeir til tilbreytingar visa stundum öörum leiöurum „heim til fööurhúsanna”, þ.e. til ritstjóra annarra blaöa. „Forystugreinum” er ætlað aö hafa vit fyrir fólki, -þjóöinni, rikisstjórninni (sem stundum er tvennt ólikt), öörum forystu- greinahöfundum (sem stundum er enn eitt fenómeniö), eöa jafn- vel, — eftir þvlhvaöa blaöá i hlut, — sjálfu almættinu. Fólker auövitaö daginn út og inn, meira og minna, meövitaö eöa ómeðvitaö, beint eöa óbeint, aö reyna aö hafa vit fyrir ööru fólki. Þannig ganga mannleg samskipti einfaldlega fyrir sig. En ég hef vorkennt mönnum sem beinlinis hafa þaö aö atvinnu aö reyna aö hafa vit fyrir fólki. Leiöarahöfundar eru sumpart slikir menn. Og sjálfur hef ég veriö þeirrar skoöunar aö blað þurfi sem slikt ekki endilega aö vera si og æ aö flækjast fyrir les- endum sinum, boöandi einhverja ákveöna „stefnu” eöa patent- lausn á öllum mögulegum og ómögulegum vandamálum. Yfir- leitt skortir viökomandi leiöara- höfund tima og þekkingu til aö standa undir slikri boöun. Fjölmiðlun , — áhrifamesta tæki mannkynssögunnar til aö hafa áhrif á fólk, hnoöa þaö og moöa úr því, hefur sem betur fer þróast frekar I þá átt aö boöa minna en birta meira. Fjölmiöill á ekki aö gegna freisarahlutverki. Þess vegna segi ég: Taklð ekki nema hæfilega mikiö mark á þvi sem þiö hafiö lesiö hér aö ofan. Lika þessu slðasta. Hafiöi þaö gott um páskana. -AÞ Kauptu fyrir mig „eina” Þá eru framundan margir fridagar, ekki aöeins hér á landi heldur lika I nágrannalöndun- um. Páskarnir eru mikil feröa- helgi oröin viöa um heim, og svo komiö sumstaöar aö hærra verö er á mörgum vinsælum feröa- mannastööum um páskana, en annars. Þingmennirnir okkar komust í páskafriö á laugardag- inn, eftir aö meirihluti þeirra haföi rétt upp hendina meö efnahagsmálafrumvarpi for- sætisráöherra. Vonandi fer eitt- hvaö aö rétta viö efnahagur okkar islandinga nú eftir páska. Reyndar koma þigmenn nú ekki aftur i þingsali fyrr en mánu- daginn 23, en þeir vonandi nota timann til aö fá linuna hjá kjósendum þessa fridaga, eins og til er ætiast. Daufir dagar Já, þótt margir fridagar séu framundan, þá eru nú ekki allir sem hlakka til þeirra. Það eru nefnilega ekki allir sem leggja land undir fót þessa daga, heldur láta sér leiðast heima. Það er reyndar svo að oft hefur fremur litið verið um að vera um páskana, allt hefur átt að vera svo heilagt, ekkert nema sálmasöngur og sinfóniur i útvarpinu, bió lokuð, að ekki sé nú talað um almenna veitinga- staði. Hér fyrr á árum mátti heita gott, ef einhleypingar gátu fengið sér að borða á veitinga- stað um páskana, en þaö er nú liðin tið sem betur fer. Ef ég man rétt þá hefur sá siður verið hér á veitingahúsum i nokkur ár, að þau hafa mátt vera opin á skírdag, og þar hafa menn mátt drekka sig fulla, en alls ekki dansa. Þetta verður liklega svo nú á fimmtudag eins og áður, nema þá diskótekin hafi breytt þessu til betri vegar, — þau hafa þá eitthvað gott leitt af sér að minnsta kosti. Hver heilvita maður sér auövitað að þetta er jafn fáránlegt og þegar ekki mátti nefna orðiö dans, eða dansleik i útvarpsauglýsingum • hér fyrr á árum, að boöi Björns Ólafssonar þáverandi mennta- málaráöherra og eins aðal- eiganda Coca Cola hér á landi. Þetta átti vist að bæta skemmtanahaldið en mér er til efs aö svo hafi verið. A föstu- daginn langa er svo allt harð- lokað, fólk má vist ekki einu sinni skoða málverkasýningar þann dag, hvað þá lyfta glasi af góðu vini og skemmta sér i góðra vina hóp á almennum veitingastað. Það eru þessi eilifu boð og bönn, sem áreiðanlega hafa ekki neitt gott i för meö sér. Afengismál hafa nú alltaf veriö hálfgert feimnismál hér á landi og margvisleg spilling og vit- leysa fylgt þeim. Það er náttúr- lega alveg fráleitt aö barir (vinstúkur) megi ekki vera opn- ir á miðvikudögum. Þetta var vist gert til að friða templara en ég man ekki betur en einhver atvinnubindindismaður, sem er launaður af rikinu hafi borið, á móti þessu á ópinberum vett- vangi ekki alls fyrir löngu. En það var nú ekki meiningin aö gera úttekt á börum og veit- ingahúsum i þessum pistli, heldur ýta svolitið við Afengis og tóbaksverslun rikisins, sem einu sinni átti að heita Tóbaks og áfengisverslun rikisins skammstafað TARen fjármála- ráðherrann sem þá var taldi þaö ekki heppilegt. Kannski hefðu menn þá hætt að tala um að fara i „Rikið”. Að fara i „Rikið” Þaö er einmitt þetta að fara I „Rikið”. Það er eins og rikið reyni að gera mönnum það eins óþægilegt og illmögulegt og framast er kostur. 1 Reykja- vik þar sem búa 85.000 manns eru aðeins þrjár áfengis- verslanir. Það .eru ekki aðeins Reykvlkingar sem versla þar, heldur lika ibúar allra nágrannasveitar- félaganna, og ekki nóg með það, íbúar margra annarra lands- hluta lika. Þetta er alveg ófært ástand, og þá sérstaklega fyrir hátlðir og tyllidaga eins og þá sem nú fara i hönd. Húsmóöir sem ætlar að kaupa eina flösku af rauövini miðvikudaginn fyrir sklrdag veröur aö standa I stympingum I einhverri af þess- um þremur áfengisverslunum I Reykjavik, ef hún ætlar aö lifga upp á hátiðaborðið hjá sér um páskana. Ef þessi sama húsmóðir vinnur nú úti, má allt eins gera ráð fyrir að hún þurfi að fá fri i vinnunni, bara til að kaupa þessa einu rauðvins- flösku, sem mörgum finnst að sé ómissandi þáttur I hátíðahald- inu. En þetta var nú um húsmóðurina I Reykjavik. Hvað þá ef hún býr í Stykkishólmi eða Vik I Mýrdal? I þessum tveimur kjördæmum landsins, Vesturlandskjördæmi og Suðurlandskjördæmi, og þá undanskil ég Vestmannaeyjar, eru engar útsöiur frá Afengis og hákarl tóbaksverslun rikisins. Af- leiöingin er að s jálfsögðu sú að húsmæður á þessum stööum, Stykkishólmi og Vik gera litið af þvi að bjóöa fólki sinu upp á rauðvinsglas með steikinni á stórhátiðum og unglingarnir á þessum heimilum komast aðal- lega i kynni við áfengið i gegn um vasapelafylleri á þessum stöðum. 1 vasapelum er nú oftast eitthvað annað en rauð- vín, eða gjarnan það sterkasta sem til er. Ein verður margar Mér er kunnugt um það i sveitum hér austanfjalls, aö ef fréttist um einhvern i sveitinni sem er að fara i bæinn þá streymir til hans fólk og biður hann að kaupa fyrir sig „eina”, fyrsthann sé nú aö fara Ibæinn. Venjulega er nú ekki látið sitja við eina flösku, heldur tvær þrjár eða jafnvel fleiri til að nota feröina, þvi það er aldrei að vita hvenær næst fellur ferð i bæinn. Þarna kaupir fólk fyrst og fremst meira áfengi en það ætlar sér i raun og veru, vegna þess hve langt og erfitt er að nálgast vökvann. 1 öðru lagi er yfirleitt alltaf keypt sterkt i stað þess að ein hvitvin eða rauðvín myndi vera látin nægja yfir helgina. Með þessu fyrirkomu- lagi er þvi bæði verið að ýta undir meiri drykkju og ekki sist neyslu sterkra vina i stað léttra. Þá er ekki óalgengt núorðið að gerðir séu út sérstakir vinleiðangrar frá stöðum eins og Borgarnesi, Akranesi, Hellu Hvolsvelli og Selfossi fyrir helgar. Þessir leiðangrar eru kannski farnir að hluta eða öllu i vinnutima og I förina slást oft einhverjir sem ætla bara að „detta i það” I bilnum á heim- leiðinni. Þessir leiðangrar geta brotið I bága við lög, þvi ég man ekki betur en fallið hafi hæsta- réttardómur I máli sem þessu. Bilstjóri nokkur af Suðurnesjum fór I „Rikið” og keypti eitthvað tvo eða þrjá kassa og var stopp- aður á leiðinni suðureftir. Einhvernveginn tókst honum ekki að færa sönnur á það, að hann væri að kaupa fyrir aðra i þessari ferð, svo allt var gert upptækt og hann sektaður um miklar fjárhæðir. Þeir sem stunda sllkar innkaupaferðir ættu þvi aö hafa með sér lista næst þegar þeir fara og láta koma greinilega fram hvað Jón á Bóli og Sigurður á Hóli og þeir allir, ætla að fá, hvað þeir hafi 'látið hann hafa mikla peninga ogsvoframvegis. Mottó dagsins er því: Fjölgið útsölustöðum áfengisverslunarinnar, ekki aðeins I Reykjavik heldur ekki siður úti á landi og rýmkið jafn- framt afgreiðslutímann. Hugsiö ykkur bara, að þegar þið farið hringveginn frá Reykjavik og austur á land, þá er ekki ein einasta áfengisverslun á öllu svæðinu frá Reykjavlk til Seyöisfjarðar (Hún ætti nú samkvæmt öllum venjulegum lögmálum að vera á Egilsstöð- um), og ef ekiö er vestur á land er engin áfengisútsala fyrr en á tsafiröi. Hættum þessari feimni við áfengismálin, fjölgum útsölum, stuðlum að neyslu léttra vina og bætum dry kkjumenningu tslendinga. Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.