Helgarpósturinn - 11.04.1979, Side 14

Helgarpósturinn - 11.04.1979, Side 14
14 Miðvikudagur 11. apríl 1979 —fiQ/garpústurinrL_ Óli Laufdal, eigandi Hollywood, og Steve Turtle, tæknimaðurinn frá Bandarikjunum, á nýja gólfinu f Hollywood. Þetta er sko ekta”, sagði óli Laufdal, eigandi Hollywood, þegar Helgarpósturinn spurðist fyrir um breytingar sem geröar hafa ver- ið á dansgólfi hússins. „Breytingarnar eru i stuttu máli þær, að sett hefur verið upp al- veg nýtt gólf, með undirlýsingu, og ljósakerfi í loftið fyrir ofan, þannig að nú gefur þetta ekkert eftir bestu diskótekunum, t.d. i New York.” „Það er Bandarlkjamaður hérna hjá okkur sem hefur leið- beint við uppsetninguna á þessu, en hann vinnur hjá fyrir- tæki sem m.a. gerði dansgólfið I Saturday Night Fever.” Óli Laufdal var spurður hvort hann væri með fleiri breytingar á döfinni. „Við höfum verið að breyta alveg frá þvi að ég byrj- ætlar þú út í kvöld? Þaó má njóta lífsins á ýmsan hátt. Rabba yiir glasi, dansa, fá sér í gogginn, hlusta á tónlist eða horfa alífið I Kiúbbnum er aö finna marga sali með ólikum brag. Bar með klúbb stemmringu og lágvæm músík, fjörugt Diskótek, danssal með hljómsveit og annan þar sem veitmgar eru framreiddar Par er hægt £id vera í næði eða hringiðu fiörsins eftír smekk.-eðasitt á hvað eftir þvi sem andinn blæs í brjóst Þú getur átt ánægjulegt kvöld í klúbbnum aði og það er ennþá ýmislegt á döfinni. Núna hyggjumst við t.d. herða á kröfum um klæðaburð, — að fólki komi snyrtilega klætt, og áberandi drukknu fólki mun- um við ekki hleypa inn. Þetta er svona liður i að gera þetta að svolitlum „klassa-stað”, sagði Óli Laufdal. -GA Jazzað á næstu grösum Það var notalegt á veitingahúsinu, A næstu grösum, þegar þar var boö- ið upp á jazzkvöld i vikunni sem leiö. Blaðamaður Helgarpóstsins heyrði einhvern ávæning af jass- kvöldi hjá matstofunni „A næstu grösum” á fimmtudagskvöldið. Hann fór þvi á kreik. Og svei mér þá, ef að eigendum staðarins ætlar ekki að verða úr áætlunar- verki sinu. Nefnilega það, aö fá fólk til að tala saman, brosa, gleyma striti og streitu og ganga á vit tónlistarinnar. Ég bjóst við að sjá hjónakorn sitja hver á sinum bás, glápandi á allt annað en hvort annað i þunnri þögninni. En staðurinn er bara svo litill, að fólk af aiiskyns sauðahúsi varð að troða sér niður viðsama borð, ef sæti átti að fást. Og sjá! Lifandi augu, varir á út- opnu og svo lagt við hlustir. Hérna gerði sig enginn að fifli þótt hann áræddi að fitja upp á umræðum við ókunnuga. Hann spurði: Hverjir spila? Hann var upplýstur um að það væru þeir Helgi Guðmundsson (bassi), Guðmundur Ingólfsson (pianó) og Guðmundur Steingrimsson (trommur). Ég skrifaði það á minnisblað. Asskoti, átti ég að skrifa eitthvað um hann? Ég spurði hvort einhver við borðið hefði vit á jassi. „Sko, það er ekki sama hvort þú spilar: da-dada- da-da, eða dadada-dada. Skil- urðu? Jú, jú, ég þóttist skilja. 1 þvi kom afgreiðsludaman og spurði hvað við vildum matarkyns. Ég bað um brauðog kaffi. (Og ég var ekki látin borga strax.) Einhver var að hugsa um að taka lagið, sagði bara sá hænginn á að hann kynni ekki textann. Sá hinn sami var upplýstur um það, að ef hann hefði eitthvað gott i pokahorninu, þá mætti hann koma fram. „Þetta á nefnilega að vera staður fólksins. Þú mátt gera hvað sem er, syngja, dansa, leika, lesa ljóð, spila. Hvað sem er.” — Og þá vitið þið það. —AB 3 •o •»—» A Afgreiðslumaður I einni af útsölum ATVR með nokkrar flöskur af nýja tiskudrykknum. Tískudrykkurinn „Twenty one”: SELST HELMINGI MEIRA EN NÆSTU VÍNTEGUNDIR Miðvikudagskvöld: verður opið í Stjörnusal og á Mímisbar. Föstud. langa: Opið fyrir mat uppí grilli. Laugard. kvöld: verður eingöngu opið í Stjörnu- sal og á Mímisbar. 2. páskadag kl. 14.00 verður unglinga- skemmtun á vegum Ot- sýnar og kvöldskemmt- un frá kl. 19.00 einnig í umsjá Útsýnar. Þaðer vist varla spurning um það hver sé tlskudrykkurinn I dag. „Twenty-one” heitir sá, og er finnskur. „Twenty-one” er, eins og nafnið bendir til, 21 prósent að styrkleika, og er blanda af Vodka og sítrónusafa. Það er Arni Gestsson i Glóbus sem hefúr umboð fyrir þessum drykk, en fyrsta sendingin af honum kom I Rikið i janúar. Að sögn Svövu Bernhöf t hjá Afengisversluninni hefúr salan verið stöðug siðan. I febrú'ar seldust 6000 flöskur af miðinum eða pöntunin eins og hún lagði sig. Um miðjan mars kom svosendinguppá 40þúsund flöskur, og núna eftir helgina voru 24 þúsund af þeim seldar. Sú víntegund sem kemst næst „Twenty-one” I sölu er Bianco, sem selst í um 12 þúsund flösk- um á mánuði. Það er ekki auðvelt að geta sér til um hvaö valdi þessum vinsældum. Islendingar virðast þó alltaf hafa verið hrifnir af sterkum, bragðlitlum vinum, og að sögn Svövu hafa margir hringt og spurt um „létta vodk- ann”, og átt þá við „Twenty- one”. Flaskann kostar 3.400 kr. og þvi eru kaupin nokkuð hag- stæð miðað við áfengismagn. —GA HP-mynd Friöþjófur

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.